Veiði

Þverá og Affalið að gefa fína veiði

Karl Lúðvíksson skrifar
Síðasta holl í Affalinu var með 38 laxa.
Síðasta holl í Affalinu var með 38 laxa. Mynd: ranga.is

Veiðin í Affalinu og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið mikin kipp enda hafa göngur í þessar tvær litlu veiðiár verið mjög góðar síðustu daga.

Heildarveiðin í Þverá var 177 laxar á miðvikudaginn í síðustu viku og 155 laxar voru komnir á land í Affallinu á sama tíma.  Það virðist vera töluvert af laxi í báðum ánum og hafa veiðitölur hjá síðustu hollum gefið til kynna að það sé mikið af laxi sem liggur í hyljunum.  Holl sem lauk veiðum 3. ágúst fékk 38 laxa og holl sem lauk veiðum 31. júlí fékk 56 laxa í Þverá.

Endurheimtur úr seiðasleppingum virðast hafa tekist mjpg vel og er laxinn vel haldinn.  Besti tíminn í þessum ám er yfirleitt ágúst og september en júlí eins og sést á veiðitölunum er oft ansi drjúgur en það er mikið sótt í þann tíma því þá er aðeins verið að kasta fyrir nýgengin fisk.  Það er nú engu að síður þannig með bæði Affalið og Þverá í Fljótshlíð að það virðist sem lax gangi í þær fram í september en veitt er í báðum ánum fram í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.