Tíska og hönnun

North West í hátískuherferð ásamt móður sinni og ömmu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kim og North í New York í ágúst í fyrra. Í baksýn sést Kanye West, eiginmaður Kim og faðir North, sem heldur á Saint, syni hans og Kim.
Kim og North í New York í ágúst í fyrra. Í baksýn sést Kanye West, eiginmaður Kim og faðir North, sem heldur á Saint, syni hans og Kim. Vísir/Getty

Hin fimm ára North West, dóttir athafnakonunnar Kim Kardashian og tónlistarmannsins Kanye West, leikur í auglýsingaherferð fyrir ítalska tískuhúsið Fendi. Fyrrnefnd móðir hennar, Kim, og Kris Jenner, amma North West, leika einnig í herferðinni.

Tilefni auglýsingaherferðinnar er tíu ára afmæli Peekaboo-töskunnar, tösku úr smiðju Fendi, en Kardashian-mæðgurnar sitja bæði fyrir á myndum fyrir tískuhúsið og leika í stuttmynd. Lag Kanye West, Love Lockdown, er spilað í myndinni þar sem mæðgurnar sjást hafa það huggulegt við sundlaug og ganga um akur í sólskininu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan hefur leitt saman hesta sína í auglýsingaherferðum. Kim og systur hennar Khloe, Kourtney, Kylie og Kendall sátu fyrir í auglýsingu tískuhússins Calvin Klein í fyrra.

Tíst Kim um Fendi-herferðina, ásamt broti úr téðri stuttmynd, má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.