Handbolti

Semur við Akureyri en spilar áfram með ÍBV

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Róbert Sigurðsson spilar í Eyjum næsta vetur.
Róbert Sigurðsson spilar í Eyjum næsta vetur. akureyri-hand.is

Varnarmaðurinn öflugi, Róbert Sigurðsson, mun halda áfram að leika með ÍBV í Olís deildinni á komandi leiktíð en hann verður enn á láni hjá Eyjamönnum frá Akureyri Handboltafélagi.

Róbert spilaði stórt hlutverk í varnarleik ÍBV á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna þrefalt; Deildarmeistaratitil, Íslandsmeistaratitill og bikarkeppnina. Róbert var lánaður til Eyjamanna í kjölfar þess að Akureyri féll úr efstu deild vorið 2017. 

Hann hefur nú framlengt samning sinn við Akureyrarliðið um tvö ár en mun halda áfram að vera á láni hjá Eyjamönnum út næstu leiktíð hið minnsta. Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrar í dag.

Akureyri Handboltafélag fór beint upp aftur með því að vinna Grill 66 deildina á síðustu leiktíð og mun því leika aftur á meðal þeirra bestu eftir eins árs fjarveru.

Við sama tilefni var undirritaður samning við Finn Salvar Geirsson ungan línumann sem kemur til Akureyrar frá Val þar sem hann lék með ungmennaliði Hlíðarendaliðsins í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð.

Í fréttinni segir einnig að frekari frétta af leikmannamálum sé að vænta á næstunni.
Tengdar fréttir

Akureyri í Olís-deildina

Akureyri er komið á nýjan leik í Olís-deild karla eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill 66-deildinni eftir öruggan sigur á HK í kvöld,Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.