Körfubolti

Ægir Þór genginn til liðs við Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ægir Þór Steinarsson er kominn í blátt.
Ægir Þór Steinarsson er kominn í blátt. vísir/ástrós

Ægir Þór Steinarsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar á blaðamannafundi í Garðabæ í dag.

Landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór kemur frá Spáni þar sem hann spilaði með Tau Castello á síðasta tímabili. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörununa í dag.

Ægir er 27 ára gamall og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum en síðast þegar hann var á Íslandi spilaði hann með KR, veturinn 2015-2016, og varð Íslandsmeistari með félaginu.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar var KR einnig á eftir Ægi en hann kaus að fara til Stjörnunnar.

Lið Stjörnunnar átti vonbrigðatímabil síðasta vetur og datt út í 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hætti þá störfum sem þjálfari liðsins og tók Arnar Guðjónsson við liðinu. Dagur Kár Jónsson er kominn aftur í Garðabæinn eftir dvöl í Grindavík og landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi við Stjörnuna fyrr í sumar.

Við sama tilefni var undirritaður nýr samningur við Mathús Garðabæjar. Nýi samningurinn er næsta skref í samstarfi Stjörnunnar og fyrirtækisins og mun Ásgarður, íþróttamiðstöð Stjörnunnar, nú bera heitið Mathús Garðabæjar höllin. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.