100 laxa holl í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2018 13:21 Þessi lax veiddist á Brotinu í Norðurá fyrir skemmstu. Þegar það loksins fór að sjá til sólar og árnar að sjatna kom góður kippur í veiðitölurnar í laxveiðiánum um allt land. Norðurá er ein af þeim ám sem fór í mikið vatn þegar mestu rigningarnar stóðu yfir í júní og var áin suma daga í 35-37 rúmmetrum sem er hollt meira en það sem þykir gott vatn í ánni. Hún hefur nú þegar sjatnað og hlýnað og veiðimenn við ánna finna vel fyrir því að þetta er að hafa góð áhrif á tökugleðina hjá laxinum. Holl sem er við veiðar er að detta í 100 laxa og ná því mjög auðveldlega miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá veiðimönnum við Norðurá. Það eru góðar göngur í hana sem og í hinar Borgarfjarðarárnar og nokkuð ljóst að það stefnir í ágætis ár í ánni. Það eru nokkur ár síðan hún hefur verið í þetta háu vatni á þessum tíma en það sem það gerir er bara að tryggja góða vatnsstöðu núna þegar aðaltíminn í ánni er að byrja. Heildarveiðin í Norðurá var við síðustu talningu á síðu www.angling.is 350 laxar en hún er að teygja sig í 600 í þessari viku og jafnvel meira. Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Þegar það loksins fór að sjá til sólar og árnar að sjatna kom góður kippur í veiðitölurnar í laxveiðiánum um allt land. Norðurá er ein af þeim ám sem fór í mikið vatn þegar mestu rigningarnar stóðu yfir í júní og var áin suma daga í 35-37 rúmmetrum sem er hollt meira en það sem þykir gott vatn í ánni. Hún hefur nú þegar sjatnað og hlýnað og veiðimenn við ánna finna vel fyrir því að þetta er að hafa góð áhrif á tökugleðina hjá laxinum. Holl sem er við veiðar er að detta í 100 laxa og ná því mjög auðveldlega miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá veiðimönnum við Norðurá. Það eru góðar göngur í hana sem og í hinar Borgarfjarðarárnar og nokkuð ljóst að það stefnir í ágætis ár í ánni. Það eru nokkur ár síðan hún hefur verið í þetta háu vatni á þessum tíma en það sem það gerir er bara að tryggja góða vatnsstöðu núna þegar aðaltíminn í ánni er að byrja. Heildarveiðin í Norðurá var við síðustu talningu á síðu www.angling.is 350 laxar en hún er að teygja sig í 600 í þessari viku og jafnvel meira.
Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði