Handbolti

Fimmtán marka stórsigur á Kínverjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stelpurnar voru glaðar í hálfleik
Stelpurnar voru glaðar í hálfleik Mynd/hsí

Íslensku stelpurnar í landsliði 20 ára og yngri í handbolta unnu stórsigur á Kína í næst síðasta leik sínum í riðlakeppni HM U20 í Ungverjalandi.

Fyrir leikinn hafði Ísland gert eitt jafntefli, unnið einn leik og tapað einum og var í þriðja sæti B-riðils.

Það var allt í járnum í upphafi leiks en íslensku stelpurnar sóttu í sig veðrið þegar á leið og staðan var 18-9 fyrir Íslandi í hálfleik.

Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn fimmtán mörk í leikslok, 35-20.

Lokaleikur Íslands er á sunnudag gegn Síle.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.