Fótbolti

Stjarnan gæti mætt FCK og Rúnar Már gæti mætt til Vestmannaeyja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steven Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. FH leikur í forkeppni Evrópudeildarinnar þetta árið
Steven Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. FH leikur í forkeppni Evrópudeildarinnar þetta árið vísir/stefán

Búið er að draga í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem þrjú íslensk félög mæta til leiks.

Stjarnan dróst gegn eistneska félaginu NÖmme Kalju, FH fer til Finnlands og mætir Lahti og bikarmeistarar ÍBV mæta norska liðinu Sarpsborg.

Stjarnan og ÍBV byrja á heimaleik en FH á síðari leikinn í Kaplakrika. Leikirnir eru spilaðir 12. og 19. júlí.

Það var einnig dregið til annarar umferðar forkeppninnar og fengu öll liðin erfiða drætti þar.

Í annari umferð dróst Stjarnan á móti sigurvegara viðureignar FC Kaupmannahafnar og finnska liðsins Kups Kuopio. Ljóst er að Stjörnunni bíður verðugt verkefni sigri þeir í fyrstu umferðinni en FCK er eitt stærsta félag Danmerkur.

Vinni FH í fyrstu umferðinni mæta Hafnfirðingar Hapoel frá Ísrael en ísraelska liðið þurfti ekki að fara í gegnum fyrri umferð forkeppninnar.

Bikarmeistarar ÍBV mæta svissneska liðinu St. Gallen, sem þurfti heldur ekki að fara í gegnum fyrri umferðina, ef þeir vinna Sarpsborg. Rúnar Már Sigurjónsson leikur með St. Gallen.

Enska úrvalsdeildarliðið Burnley, sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með, kemur inn í keppnina í annari umferð forkeppninnar og mætir þar skoska liðinu Aberdeen, sem Kári Árnason spilaði með síðasta vetur. Hörku breskur slagur þar á ferð.

Drátturinn í 1. umferð í heild sinni:

Stjarnan (ISL) v Nõmme Kalju (EST)
Ilves Tampere (FIN) v Slavia Sofia (BUL)
Birkirkara (MLT) / KÍ Klaksvík (FRO) v Žalgiris Vilnius (LTU)
Fola Esch (LUX) v Europa (GIB) / Prishtina (KOS)
Glenavon (NIR) v Molde (NOR)
Dunajská Streda (SVK) v Dinamo Tbilisi (GEO)
Stumbras (LTU) v Apollon Limassol (CYP)
Široki Brijeg (BIH) v Domžale (SVN)
Rangers (SCO) v Shkupi (MKD)
Progrès Niederkorn (LUX) v Gabala (AZE)
Racing Union (LUX) v Viitorul (ROU)
Samtredia (GEO) v Tobol Kostanay (KAZ)
Partizani (ALB) v Maribor (SVN)
Neftçi (AZE) v Újpest (HUN)
Budućnost Podgorica (MNE) v Trenčín (SVK)
Derry City (IRL) v Dinamo Minsk (BLR)
B36 Tórshavn (FRO) / St Joseph's (GIB) v OFK Titograd (MNE)
Zaria Balti (MDA) v Górnik Zabrze (POL)
Spartak Subotica (SRB) v Coleraine (NIR)
Pyunik (ARM) v Vardar (MKD)
Shamrock Rovers (IRL) v AIK (SWE)
Connah's Quay (WAL) v Shakhtyor Soligorsk (BLR)
Lahti (FIN) v Hafnarfjördur (ISL)
Ventspils (LVA) v Luftëtari (ALB)
Cliftonville (NIR) v Nordsjælland (DEN)
Banants (ARM) v Sarajevo (BIH)
Engordany (AND) / Folgore (SMR) v Kairat Almaty (KAZ)
Petrocub (MDA) v Osijek (CRO)
Anorthosis Famagusta (CYP) v Laçi (ALB)
Ferencváros (HUN) v Maccabi Tel-Aviv (ISR)
Balzan (MLT) v Keşla (AZE)
Budapest Honvéd (HUN) v Rabotnicki (MKD)
Rudar Pljevlja (MNE) v Partizan (SRB)
CSKA Sofia (BUL) v Riga (LVA)
Milsami Orhei (MDA) v Slovan Bratislava (SVK)
Radnički Niš (SRB) v UE Sant Julià (AND) / Gzira United (MLT)
Lech Poznań (POL) v Gandzasar-Kapan (ARM)
Chikhura Sachkhere (GEO) v Beitar Jerusalem (ISR)
Vaduz (LIE) v Levski Sofia (BUL)
Željezničar (BIH) v Narva Trans (EST)
Cefn Druids (WAL) / Trakai (LTU) v Irtysh (KAZ)
Hibernian (SCO) v NSÍ Runavík (FRO)
Rudar Velenje (SVN) v Tre Fiori (SMR) / Bala Town (WAL)
Levadia Tallinn (EST) v Dundalk (IRL)
ÍBV (ISL) v Sarpsborg (NOR)
København (DEN) v KuPS Kuopio (FIN)
Liepāja (LVA) v Häcken (SWE)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.