Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2018 21:46 Uber sóttist eftir endurnýjun á starfsleyfi til fimm ára í september en var hafnað. Vísir/AFP Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira