Veiði

Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners

Karl Lúðvíksson skrifar
Stórlax úr Hömrum í Hvítá
Stórlax úr Hömrum í Hvítá Mynd: Fish Partner

Hvítá í Árnessýslu er ekki í huga margra veiðimanna laxveiðiá en um hana fer engu að síður töluvert af laxi á leið sinni í árnar í uppsveitum Árnessýslu.

Má þar kannski til dæmis nefna Stóru Laxá og Kálfá en lax veiðist líka í Hvítá sjálfri og eru nokkur svæði þar ansi gjöful.  Eitt af þeim svæðum sem hefur lítið verið kynnt er Hamrar en Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á svæði Hamra.

Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu.  Veiðileyfi fást á www.fishpartner.isAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.