20 laxar veiddust í Urriðafossi í gær Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2018 09:00 Stefán Sigurðsson með flottan lax úr Þjórsá í gær Mynd: Iceland Outfitters Ef eitthvað er að marka stígandann í veiðinni í Þjórsá síðustu daga er gott laxveiðisumar í vændum. Veiðin er mjög góð á svæðinu og það er mikið af fiski að sýna sig. Sem dæmi um góðann gang þessa fyrstu daga veiddust 20 laxar í gær í Urriðafossi og nokkrir sluppu af. Það stefnir greinilega í að þetta svæði afli sér enn frekari vinsælda en þetta var án nokkurs vafa það svæði sem kom mest á óvart í fyrra þegar hátt í 800 laxar veiddust þarna á tvær stangir. Þetta er krefjandi veiði enda mikið vatn og verkfærin sem veiðimenn nota þarna, sérstaklega í flugunni, ekki auðveld viðureignar þegar það eru undir sökktaumar og þungar flugur. En það er nóg af laxi og það er auðvitað það sem dregur að og ásóknin er svo mikil að sárafáar stangir eru eftir við Urriðafoss í sumar. Hinn bakkinn kenndur við Þjórsártún er líka kominn í gang en hann er tilraunasvæði Iceland Outfitters þetta árið. Þar eru farnir að veiðast laxar líka svo það gæti farið svo að enn eitt tilraunasvæðið í Þjórsá verði það sem komi veiðimönnum mest á óvart annað árið í röð. Halldór Gunnarsson úr Flugubúllunni var þarna fyrir skemmstu ásamt Árna Kristni Skúlasyni og gerðu þeir félagar fína veiði. Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleik Veiðivísis Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði
Ef eitthvað er að marka stígandann í veiðinni í Þjórsá síðustu daga er gott laxveiðisumar í vændum. Veiðin er mjög góð á svæðinu og það er mikið af fiski að sýna sig. Sem dæmi um góðann gang þessa fyrstu daga veiddust 20 laxar í gær í Urriðafossi og nokkrir sluppu af. Það stefnir greinilega í að þetta svæði afli sér enn frekari vinsælda en þetta var án nokkurs vafa það svæði sem kom mest á óvart í fyrra þegar hátt í 800 laxar veiddust þarna á tvær stangir. Þetta er krefjandi veiði enda mikið vatn og verkfærin sem veiðimenn nota þarna, sérstaklega í flugunni, ekki auðveld viðureignar þegar það eru undir sökktaumar og þungar flugur. En það er nóg af laxi og það er auðvitað það sem dregur að og ásóknin er svo mikil að sárafáar stangir eru eftir við Urriðafoss í sumar. Hinn bakkinn kenndur við Þjórsártún er líka kominn í gang en hann er tilraunasvæði Iceland Outfitters þetta árið. Þar eru farnir að veiðast laxar líka svo það gæti farið svo að enn eitt tilraunasvæðið í Þjórsá verði það sem komi veiðimönnum mest á óvart annað árið í röð. Halldór Gunnarsson úr Flugubúllunni var þarna fyrir skemmstu ásamt Árna Kristni Skúlasyni og gerðu þeir félagar fína veiði.
Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleik Veiðivísis Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði