Innlent

For­maður Lands­sam­bands slökkvi­liðs og sjúkra­flutninga­manna segir af sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólga hefur verið innan sambandsins undanfarin misseri.
Ólga hefur verið innan sambandsins undanfarin misseri. Vísir/Eyþór

Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, sagði af sér embætti á félagsfundi í dag. Ólga hefur verið innan sambandsins undanfarin misseri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá LSS sem send var á fjölmiðla skömmu fyrir miðnætti. Þar segir að eftir aðalfund sambandsins sem haldinn var í apríl hafi umræða um ýmis ágreiningsmál innan félagsins orðið hávær.

„Helstu ástæður deilnanna eru m.a. ólík sjónarmið um vægi atkvæða félagsmanna eftir starfshlutfalli og um fjölda þingfulltrúa. Gagnrýni á stjórn LSS hefur einnig komið fram og hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd þingsins í apríl,“ segir í tilkynningunni

Á þinginu var Stefán sjálfkörinn formaður eftir að fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu dró framboð sitt til baka. Stefán var fyrst kjörinn formaður árið 2016.

Ályktað var á fundi félagsins í kvöld að kanna möguleikan á því að halda aukaaðalþing sem í haust en þangað til mun Magnús Smári Smárason, varaformaður félagsins, gegna embætti formanns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.