Mikil spenna fyrir opnun Norðurár og Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2018 11:24 Breiðan í Blöndu er einn gjöfulasti veiðistaðurinn í ánni. Mynd: Lax-Á Laxveiðisumarið fór vel af stað með opnun á fyrsta veiðisvæðinu við Urriðafoss í Þjórsá og nú bíða veiðimenn spenntir eftir þvíu að næstu ár opni. Blanda og Norðurá opna næstar og það hefur orðið vart við laxa í báðum ánum svo spennan fyrir fyrsta degi er mikil í þeim báðum. Vatnsstaðan í ánum á vesturlandi verður líklega afar góð framan af sumri vegna góðrar vatnsstöðu á heiðum og fái árnar nokkra rigningardaga reglulega í sumar verður þetta vonandi betra en síðust tvö sumur sem hafa verið erfið sökum mikilla þurrka. Það er erfitt að ætla að spá einhverju um hvernig veiðin síðan verður en allar blikur eru á lofti um að ágætt sumar sé í vændum en það er þó engin leið að segja um það fyrr en eftir eina eða tvær vikur. Veiðin í Norðurá í fyrra var 1342 laxar sem endurspeglar ekki magnið af laxinum sem var í ánni en hún var afar erfið stóran part sumars vegna vatnsleysis. Þeir sem þekkja ánna vel segja að hún hefði með réttu átt að vera með 200-300 löxum meira ef vatnsstaðan hefði verið betri. Blanda kláraði síðasta sumar með heildarveiði uppá 2.386 laxa sem er mjög gott sumar í henni. Næstu vikur eru því að verða mjög skemmtilegar í laxveiðinni en júnímánuður er tíminn sem árnar opna og veiðin fer að komast á fullt skrið. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði
Laxveiðisumarið fór vel af stað með opnun á fyrsta veiðisvæðinu við Urriðafoss í Þjórsá og nú bíða veiðimenn spenntir eftir þvíu að næstu ár opni. Blanda og Norðurá opna næstar og það hefur orðið vart við laxa í báðum ánum svo spennan fyrir fyrsta degi er mikil í þeim báðum. Vatnsstaðan í ánum á vesturlandi verður líklega afar góð framan af sumri vegna góðrar vatnsstöðu á heiðum og fái árnar nokkra rigningardaga reglulega í sumar verður þetta vonandi betra en síðust tvö sumur sem hafa verið erfið sökum mikilla þurrka. Það er erfitt að ætla að spá einhverju um hvernig veiðin síðan verður en allar blikur eru á lofti um að ágætt sumar sé í vændum en það er þó engin leið að segja um það fyrr en eftir eina eða tvær vikur. Veiðin í Norðurá í fyrra var 1342 laxar sem endurspeglar ekki magnið af laxinum sem var í ánni en hún var afar erfið stóran part sumars vegna vatnsleysis. Þeir sem þekkja ánna vel segja að hún hefði með réttu átt að vera með 200-300 löxum meira ef vatnsstaðan hefði verið betri. Blanda kláraði síðasta sumar með heildarveiði uppá 2.386 laxa sem er mjög gott sumar í henni. Næstu vikur eru því að verða mjög skemmtilegar í laxveiðinni en júnímánuður er tíminn sem árnar opna og veiðin fer að komast á fullt skrið.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði