Körfubolti

Ingvar hættur með Íslandsmeistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingvar ásamt Dýrfinnu Arnardóttir er liðið varð meistari í vor.
Ingvar ásamt Dýrfinnu Arnardóttir er liðið varð meistari í vor. vísir/andri

Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Dominos-deild kvenna, er hættur sem þjálfari liðsins.

Þetta staðfesti Karfan.is í gærkvöldi eftir samtal við Ingvar en þar segir hann að veturinn hafi verið strembinn og að hann þurfi smá pásu.

Einnig segir hann að hann hafi þjálfað marga leikmenn liðsins til lengri tíma og nú hafi honum fundist honum rétt að fá nýtt blóð að þjálfa þessa leikmenn. Hann segist þó ekki hættur í þjálfun.

Undir stjórn Ingvars í vetur urðu Haukar bæði deildar- og Íslandsmeistarar en liðið varð Íslandsmeistari eftir frábært einvígi við Val þar sem úrslitin réðust í oddaleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.