Hraunsfjörður að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2018 08:42 Flott sjóbleikja úr Hraunsfirði. Mynd: Veiðikortið Eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á vesturlandi þar sem sjóbleikju má finna er eftir síðustu fréttum að dæma sannarlega að vakna til lífsins. Hraunsfjörður er krefjandi veiðisvæði þar sem oft mikin fisk er að finna en sjóbleikjan getur verið ansi erfið í töku. Það sem hefur verið að gefa vel síðustu daga hjá þeim veiðimönnum sem við höfum frétt af eru flugur eins og Langskeggur, Heimasætan í púpulíki, Héraeyra og flugur sem eru hnýttar til að líkja eftir marfló. Þá hefur reynst vel að nota þyngdar flugur og veiða frekar djúpt. Það ser svolítið sérstakt með Hraunsfjörð að hann virðist koma mun fyrr inn en mörg önnur veiðisvæði og það sem veiðimenn sækja í á þessu svæði er falleg sjóbleikja sem í vatnið gengur. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund og er hún eftir því sem við höfum frétt afar vel haldin en eins og sælkerar þekkja er sjóbleikja klárlega einn besti laxfiskurinn til að matreiða. Mest lesið 55 fiskar á land á einum degi Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
Eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á vesturlandi þar sem sjóbleikju má finna er eftir síðustu fréttum að dæma sannarlega að vakna til lífsins. Hraunsfjörður er krefjandi veiðisvæði þar sem oft mikin fisk er að finna en sjóbleikjan getur verið ansi erfið í töku. Það sem hefur verið að gefa vel síðustu daga hjá þeim veiðimönnum sem við höfum frétt af eru flugur eins og Langskeggur, Heimasætan í púpulíki, Héraeyra og flugur sem eru hnýttar til að líkja eftir marfló. Þá hefur reynst vel að nota þyngdar flugur og veiða frekar djúpt. Það ser svolítið sérstakt með Hraunsfjörð að hann virðist koma mun fyrr inn en mörg önnur veiðisvæði og það sem veiðimenn sækja í á þessu svæði er falleg sjóbleikja sem í vatnið gengur. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund og er hún eftir því sem við höfum frétt afar vel haldin en eins og sælkerar þekkja er sjóbleikja klárlega einn besti laxfiskurinn til að matreiða.
Mest lesið 55 fiskar á land á einum degi Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði