Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2018 14:23 Það er spáð leiðindaveðri um helgina og líklega fara aðeins hörðustu veiðimennirnir út að veiða. Mynd úr safni Íslenskir veiðimenn eru nú frekar harðir af sér þegar slær í leiðindaveður en þegar heill mánuður er litaður af roki og snjóbyljum geta menn orðið frekar þreyttir. Við vitum svo sem eins og er að það er allra veðra von á maí og jafnvel fram í júní en þetta er orðið alveg ágætt af leiðindaveðri á landinu og veðrið gerir það að verkum að mun færri hætta sér út með stangirnar en venjulegt getur talist. Auðvitað fara menn í þá veiði sem þeir eiga bókaða en standa kannski stutt í einu við bakkann og þegar ástundun nær ekki að verða mikil vegna veðurs þá verða veiðitölur auðvitað lægri. Það eru mun færri við vötnin á þessum árstíma en á venjulegu ári en um leið og það skánar veðrið eru stangveiðimenn og stangveiðikonur fljótir að hlaupa til. Þær litlu fréttir sem við fáum þessa dagana koma eins og sagt er "milli bylja" en það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þegar það hvítnar í Esjunni og íbúar borgarinnar fá smá korn yfir sig þá getur verið snjóbylur t.d. við Þingvallavatn og það er lítið spennandi að standa útí vatni með hríðarbyl í kringum sig að reyna kasta flugu fyrir fisk nema kannski með "Snjókorn falla" í heyrnatólunum á meðan. Miðað við veðurspánna um helgina verða líklega afar fáir að veiða nema þessir allhörðustu og við hin sem ætlum bara að vera inni sýnum ykkur okkar mestu virðingu. Mest lesið Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði
Íslenskir veiðimenn eru nú frekar harðir af sér þegar slær í leiðindaveður en þegar heill mánuður er litaður af roki og snjóbyljum geta menn orðið frekar þreyttir. Við vitum svo sem eins og er að það er allra veðra von á maí og jafnvel fram í júní en þetta er orðið alveg ágætt af leiðindaveðri á landinu og veðrið gerir það að verkum að mun færri hætta sér út með stangirnar en venjulegt getur talist. Auðvitað fara menn í þá veiði sem þeir eiga bókaða en standa kannski stutt í einu við bakkann og þegar ástundun nær ekki að verða mikil vegna veðurs þá verða veiðitölur auðvitað lægri. Það eru mun færri við vötnin á þessum árstíma en á venjulegu ári en um leið og það skánar veðrið eru stangveiðimenn og stangveiðikonur fljótir að hlaupa til. Þær litlu fréttir sem við fáum þessa dagana koma eins og sagt er "milli bylja" en það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þegar það hvítnar í Esjunni og íbúar borgarinnar fá smá korn yfir sig þá getur verið snjóbylur t.d. við Þingvallavatn og það er lítið spennandi að standa útí vatni með hríðarbyl í kringum sig að reyna kasta flugu fyrir fisk nema kannski með "Snjókorn falla" í heyrnatólunum á meðan. Miðað við veðurspánna um helgina verða líklega afar fáir að veiða nema þessir allhörðustu og við hin sem ætlum bara að vera inni sýnum ykkur okkar mestu virðingu.
Mest lesið Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði