Viðskipti erlent

Spá minnkandi iPhone-sölu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda.
iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. Vísir/epa

Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna.

Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017.

„Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum.

Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.