Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2018 08:41 Sjóbirtingsveiðin er búin að vera mjög góð allt tímabilið. Sjóbirtingsveiðin er líklega komin fram yfir besta tímann en veiðin á helstu sjóbirtingsslóðum er ennþá góð og hefur verið frá fyrsta degi. Opnanir sem við höfum greint frá á helstu sjóbirtingsveiðisvæðum voru afbragðsgóðar og veiðin frá fyrsta degi verið góð. Tungulækur, Tungufljót og Vatnamót hafa verið einstaklega gjöful og er þetta vor líklega eitt það allra besta á þessum slóðum. Það hefur í gegnum árin orðið mikil vitundarvakning í að veiða og sleppa birtingnum aftur og það er ljóst að sú viðleitni á stórann þátt í því að stofninn hefur bæði verið stækka og fiskarnir að sama skapi. Veiðin á sjóbirtingnum byrjar sem fyrr 1. apríl og stendur yfirleitt besti tíminn fram til loka maí en veður getur haft þar mikið að segja. Nú þegar kuldatíðin er eins og hún er getur dregist að fiskurinn haldi til sjávar og miðað við þær fréttir sem hafa verið að berast af veiðislóðum á austurlandi virðist það vera raunin svo þeir sem eiga eftir að glíma við væna birtinga eiga ennþá góðann séns. Mest lesið Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Gott úrval á stærsta veiðivef landsins Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Eftirminnilegast þegar bróðir minn datt í sjóinn og pabbi á eftir Veiði
Sjóbirtingsveiðin er líklega komin fram yfir besta tímann en veiðin á helstu sjóbirtingsslóðum er ennþá góð og hefur verið frá fyrsta degi. Opnanir sem við höfum greint frá á helstu sjóbirtingsveiðisvæðum voru afbragðsgóðar og veiðin frá fyrsta degi verið góð. Tungulækur, Tungufljót og Vatnamót hafa verið einstaklega gjöful og er þetta vor líklega eitt það allra besta á þessum slóðum. Það hefur í gegnum árin orðið mikil vitundarvakning í að veiða og sleppa birtingnum aftur og það er ljóst að sú viðleitni á stórann þátt í því að stofninn hefur bæði verið stækka og fiskarnir að sama skapi. Veiðin á sjóbirtingnum byrjar sem fyrr 1. apríl og stendur yfirleitt besti tíminn fram til loka maí en veður getur haft þar mikið að segja. Nú þegar kuldatíðin er eins og hún er getur dregist að fiskurinn haldi til sjávar og miðað við þær fréttir sem hafa verið að berast af veiðislóðum á austurlandi virðist það vera raunin svo þeir sem eiga eftir að glíma við væna birtinga eiga ennþá góðann séns.
Mest lesið Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Gott úrval á stærsta veiðivef landsins Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Vatnamótin hafa gefið vel það sem af er vori Veiði Eftirminnilegast þegar bróðir minn datt í sjóinn og pabbi á eftir Veiði