Viðskipti erlent

Kínverjar höfða mál vegna tolla Bandaríkjanna

Kínverskur verkamaður sker stál.
Kínverskur verkamaður sker stál. Vísir/AFP

Ríkisstjórn Kína hefur höfðað mál gegn Bandaríkjunum hjá Alþjóðaviðskiptastofnunni vegna tolla Bandaríkjanna á stál og ál frá Kína. Kínverjar segja 25 prósenta toll á stál og tíu prósenta toll á ál vera brot á alþjóðaviðskiptareglum og hafa beðið um 60 daga viðræður við Bandaríkin til að leysa úr viðskiptadeilu þeirra. Eftir að sá tími rennur án þess að ríkin finni lausn, geta Kínverjar beðið sérfræðinga WTO um að skera úr um hvort að tollarnir séu löglegir.

Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti.

Ríkisstjórn Donald Trump hefur tilkynnt sérstaka tolla á kínverskar vörur og þjónustu og hafa Kínverjar ávalt svarað með eigin tollum. Óttast er að til viðskiptastríðs komi á milli ríkjanna.

Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu í nótt þar sem hann fór yfir fjögurra liða áætlun til að opna markaði í landinu fyrir erlendum fjárfestingum. Þar tilkynnti hann þó ekkert sem hafði ekki komið fram áður og sagði ekkert um hvenær eða hvernig þessi áætlun gæti tekið gildi.

Samkvæmt frétt Financial Times jukust líkurnar á viðskiptastríði með ræðu Xi, þar sem hann kynnti engar ívilnanir gagnvart Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum

Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.