Toppi Deutsche Bank sparkað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:03 John Cryan er á útleið. Vísir/Getty Deutsche Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. Undirmaður hans, Christian Sewing, mun taka við stjórninni. „Við þurfum nýtt andrúmsloft í framkvæmdastjórn fyrirtækisins,“ er haft eftir einum stjórnarmanna bankans á vef breska ríkisútvarpsins. Tilkynningin kemur í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til í gær og funduðu framámenn þessa stærsta lánveitanda Þýskalands fram á nótt. Cryan tók við stjórnartaumunum í bankanum árið 2015 og hefur stjórnartíð hans markast af áföllum, hneykslum og síðast en ekki síst miklum fjárhagsörðugleikum. Ráðning hans var til fimm ára en var stytt um 2 ár í nótt, sem fyrr segir. Þrátt fyrir uppsögnina fer Deutsche Bank fögrum orðum um fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn. „Þó að stjórnartíð hans hafi verið stutt hefur John Cryan leikið mikilvægt hlutverk í næstum 150 ára sögu Deutsche Bank - og lagt grunninn að farsælli framtíð bankans,“ segir í stjórnarmaðurinn Paul Achleitner í samtali við fjölmiðla ytra. Talið er að uppsögninni muni fylgja stefnubreyting hjá bankanum og ætla greinendur að Deutsche Bank fari nú að einbeita sér meira að viðskiptabankaþjónustu í heimamarkaði sínum, Þýskalandi. Hlutabréfaverð í bankanum hefur fallið um 30 prósent á síðastliðnu ári. Talið er að uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum, sem sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári, hafi orðið til þess að ákveðið var að leita að eftirmanni Cryan. Bankinn tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Deutsche Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. Undirmaður hans, Christian Sewing, mun taka við stjórninni. „Við þurfum nýtt andrúmsloft í framkvæmdastjórn fyrirtækisins,“ er haft eftir einum stjórnarmanna bankans á vef breska ríkisútvarpsins. Tilkynningin kemur í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til í gær og funduðu framámenn þessa stærsta lánveitanda Þýskalands fram á nótt. Cryan tók við stjórnartaumunum í bankanum árið 2015 og hefur stjórnartíð hans markast af áföllum, hneykslum og síðast en ekki síst miklum fjárhagsörðugleikum. Ráðning hans var til fimm ára en var stytt um 2 ár í nótt, sem fyrr segir. Þrátt fyrir uppsögnina fer Deutsche Bank fögrum orðum um fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn. „Þó að stjórnartíð hans hafi verið stutt hefur John Cryan leikið mikilvægt hlutverk í næstum 150 ára sögu Deutsche Bank - og lagt grunninn að farsælli framtíð bankans,“ segir í stjórnarmaðurinn Paul Achleitner í samtali við fjölmiðla ytra. Talið er að uppsögninni muni fylgja stefnubreyting hjá bankanum og ætla greinendur að Deutsche Bank fari nú að einbeita sér meira að viðskiptabankaþjónustu í heimamarkaði sínum, Þýskalandi. Hlutabréfaverð í bankanum hefur fallið um 30 prósent á síðastliðnu ári. Talið er að uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum, sem sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári, hafi orðið til þess að ákveðið var að leita að eftirmanni Cryan. Bankinn tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira