Körfubolti

Sjáðu stjórnanda Körfuboltakvölds skjóta Álftanesi upp um deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson.
Kjartan Atli Kjartansson. Stöð 2 Sport

Það er nóg að gera hjá Kjartani Atla Kjartanssyni í Körfuboltakvöldi þessa dagana enda úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í fullum gangi.

Kjartan Atli var mættur í settið í gærkvöldu til að fylgjast með öðrum leik Tindastóls og ÍR en hann hafði líka spilað sjálfur úrslitakeppniskörfubolta fyrr um daginn.

Kjartan Atli fann nefnilega tíma til að spila með Álftanesi í úrslitakeppni 3. deildarinnar og hann gerði gott betur en það.

Kjartan tryggði Álftanesi sæti í 2. deildinni með því að setja þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en lið hans var tveimur stigum undir þegar hann setti þessa niður.

Strákarnir á Fúsíjama TV náðu körfunni á mynd og settu inn á Twitter-reikninginn sinn eins og sjá má hér fyrir neðan.
Þetta var reyndar tuttugusta þriggja stiga skot hans í leiknum og það verður því seint haldið fram að hann hafi ekki viljað skjóta á körfuna í þessum mikilvæga leik.

Kjartan Atli var líka mjög ánægður í leikslok eins og sjá má á fésbókarsíðu hans eftir leikinn.
Körfuboltakvöld verður aftur á dagská í kvöld þegar Kjartan og félagar fylgjast með öðrum leik Hauka og KR sem fer fram í Vesturbænum. Útsendingin hefst klukkan 18.45 en staðan er 1-0 fyrir Hauka á móti Íslandsmeisturum síðustu fjögurra ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.