Körfubolti

Njarðvík vann loksins deildarleik í 27. tilraun | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Njarðvík vann loksins deildarleik.
Njarðvík vann loksins deildarleik. vísir/anton

Njarðvík vann sin fyrsta leik í Dominos-deild kvenna þegar liðið skellti Breiðablik, 77-59, í Kópavoginum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í 27. tilraunum í deildinni þetta tímabilið.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Breiðablik var með fimm stiga forskot í hálfleik, 42-37. Í síðari hálfleik skelltu hins vegar leikmenn Njarðvíkur í lás, fengu einungis á sig sautján stig og unnu leikinn með átján stigum, 77-59.

Shalonda Winton gerði 31 stig fyrir Njarðvík og tók sautján fráköst. Ína María Einarsdóttir gerði 13 stig fyrir Njarðvík sem er á botninum með tvö stig en þær höfðu barist við að vinna leik þetta tímabilið. Hann kom í 27. tilraun.

Whitney Knight skoraði 24 stig fyrir Breiðablik sem féll niður í sjöunda sætið eftir að Snæfell vann Val, 59-58, í dramatískum leik í Valshöllinni í kvöld. Eftir frábæran fjórða leikhluta tryggði Kristen McCarthy Snæfell sigur með þrist hálfri mínútu fyrir leikslok.

Kristen Denise McCarthy gerði 24 stig fyrir Snæfell og Alda Leif Jónsdóttir ellefu en Snæfell er í sjötta sæti deildarinnar. Aalyah Whiteside gerði 20 stig fyrir Val sem féll niður í þriðja sætið með tapinu.

Keflavík rúllaði yfir deildarmeistara Hauka í Keflavík í kvöld, 90-70. Keflavík var yfir í hálfleik, 41-38, en voru mun sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og náðu þar upp góðu forskoti sem varð að endingu tuttugu stig.

Brittanny Dinkins var ótrúleg í liði Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 40 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næst kom Birna Valgerður Benónýsdóttir með fimmtán stig. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar.

Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka auk þess að taka átta fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði fimmtán stig en Haukarnir eru eins og áður segir orðnar deildarmeistarar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.