Körfubolti

Stjarnan framlengir ekki við Hrafn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafn verður ekki áfram í Ásgarði.
Hrafn verður ekki áfram í Ásgarði. vísir/anton

Hrafn Kristjánsson verður ekki áfram þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla en Stjarnan ákvað að framlengja ekki samning sinn við Hrafn. Samningur Hrafns við Stjörnuna rann út eftir tímabilið.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar en þar er Hrafni þakkað fyrir vel unnin störf, gott samstarf og honum óskað velfarnaðar í komandi verkefnum.

Hrafn hefur þjálfað karlalið Stjörnunnar síðustu fjögur ár og varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn 2015. Áður stýrði hann yngri flokkum félagsins en nú er tíma hans í Stjörnunni væntanlega lokið.

Stjarnan datt út fyrir ÍR, 3-1, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla en þrjú ár af fjórum sem Hrafn hefur stýrt Stjörnunni hefur liðið dottið út í 8-liða úrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.