Jón Halldór um Keflavíkurliðið: „Þetta eru aumingjar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 11:00 Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira