Faglegt ábyrgðarleysi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Þrætan um matsnefndir og dómaraembætti tekur engan enda. Heilu jólaboðin fóru á hliðina í rifrildi um hvort það hefði verið guðleg forsjón að hæfisnefnd teldi að það væru akkúrat 15 einstaklingar hæfir í 15 stöður eða auðsætt plott til að hindra að ráðherra og Alþingi hefðu svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda. Við fáum aldrei að vita svarið, en dómaramálið er hluti af stærra máli. Spurningin er þessi: Hversu langt á að ganga í að aðskilja ákvörðunarvald annars vegar og ábyrgð á ákvörðunum hins vegar? Hæfisnefndir og aðrar nefndir ýmiss konar eru vissulega mikilvægar. En hvernig standa allar þessar nefndir okkur borgurunum skil á gerðum sínum? Vanalega er í þessum nefndum fólk sem almenningur þekkir ekki, með undantekningum þó. Þau sækja ekki umboð sitt til okkar og bera ekki beina ábyrgð gagnvart okkur. En hvaðan kemur sú hugmynd að fólk í nefndum sé einhvern veginn af náttúrunnar hendi óháðara, faglegra, heiðarlegra og betra en annað fólk, vinni einungis að almannahagsmunum, láti persónulegar skoðanir lönd og leið, hirði aldrei um vina- eða ættartengsl eða persónulegan ávinning? Og er það kannski þannig að um leið og almenningur hefur kosið fólk til ábyrgðar verða þeir einstaklingar óhæfir til að taka ákvarðanir og við færum allt vald frá þeim til „óháðra“ nefnda sem takmarkaða ábyrgð bera? Þessu tengt. Það er áhugavert að fylgjast með deilu setts dómsmálaráðherra og frambjóðanda Viðreisnar til Alþingis sem er jafnframt formaður nefndar um hæfi dómaraefna. Skyldu pólitískar skoðanir formannsins hafa eitthvað að gera með skeytasendingar hans, eða eru þetta allt eintóm faglegheit? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Þrætan um matsnefndir og dómaraembætti tekur engan enda. Heilu jólaboðin fóru á hliðina í rifrildi um hvort það hefði verið guðleg forsjón að hæfisnefnd teldi að það væru akkúrat 15 einstaklingar hæfir í 15 stöður eða auðsætt plott til að hindra að ráðherra og Alþingi hefðu svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda. Við fáum aldrei að vita svarið, en dómaramálið er hluti af stærra máli. Spurningin er þessi: Hversu langt á að ganga í að aðskilja ákvörðunarvald annars vegar og ábyrgð á ákvörðunum hins vegar? Hæfisnefndir og aðrar nefndir ýmiss konar eru vissulega mikilvægar. En hvernig standa allar þessar nefndir okkur borgurunum skil á gerðum sínum? Vanalega er í þessum nefndum fólk sem almenningur þekkir ekki, með undantekningum þó. Þau sækja ekki umboð sitt til okkar og bera ekki beina ábyrgð gagnvart okkur. En hvaðan kemur sú hugmynd að fólk í nefndum sé einhvern veginn af náttúrunnar hendi óháðara, faglegra, heiðarlegra og betra en annað fólk, vinni einungis að almannahagsmunum, láti persónulegar skoðanir lönd og leið, hirði aldrei um vina- eða ættartengsl eða persónulegan ávinning? Og er það kannski þannig að um leið og almenningur hefur kosið fólk til ábyrgðar verða þeir einstaklingar óhæfir til að taka ákvarðanir og við færum allt vald frá þeim til „óháðra“ nefnda sem takmarkaða ábyrgð bera? Þessu tengt. Það er áhugavert að fylgjast með deilu setts dómsmálaráðherra og frambjóðanda Viðreisnar til Alþingis sem er jafnframt formaður nefndar um hæfi dómaraefna. Skyldu pólitískar skoðanir formannsins hafa eitthvað að gera með skeytasendingar hans, eða eru þetta allt eintóm faglegheit? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun