Áhrifavaldar María Bjarnadóttir skrifar 19. janúar 2018 07:00 Börn og ungt fólk eru miklir notendur samfélagsmiðla. Ekki síst á Íslandi sem nýverið var talið upplýsingatæknivænsta land í heimi. Auðvitað. Notkun unglingsstúlkna á samfélagsmiðlum getur ýtt undir þunglyndi og kvíða samkvæmt rannsóknum. Allir sem einhvern tíma hafa verið unglingsstúlka vita að það er flókið ferli, en samfélagsmiðlar fela í sér enn eitt tækið til þess að höggva í brotakennt sjálfstraust og sjálfsmynd í mótun. Vandinn er ekki samfélagsmiðlarnir sem slíkir. Vandinn er efnið sem þeim birtist á samfélagsmiðlum. Efni sem er ekki síst framleitt af áhrifavöldum, fólki sem veitir aðgang að einkalífi sínu, áhugamálum og misdjúpri sérfræðiþekkingu. Margir eiga þeir það sameiginlegt að vera gjörsamlega helteknir af útliti sínu og ímynd. Þessi endalausa innsýn í einkalíf er líklega hluti af dægurmenningu sem markast af áralöngu áhorfi á framleitt raunveruleikasjónvarp og því að fylgjast með YouTube-stjörnum sem sumar hafa öðlast heimsfrægð með því að spila tölvuleik í kjallaranum hjá mömmu sinni, eða mála sig í herberginu sínu. Framleiddur hversdagsleiki annars fólks í beinni útsendingu er þó oft frekar viðstöðulaus bein markaðssetningarherferð þar sem stjörnurnar hafa þróað vörur til að selja, eða fá greitt fyrir að koma á framfæri. Fylgjendurnir eru markhópurinn. Efnið er vara. Það eru fjárhagslegir hagsmunir fyrir marga fólgnir í því að veikja sjálfstraust unglingsstúlkna með því að halda á lofti óraunhæfum kröfum um útlit og lífsstíl og selja þeim um leið lausnina við tilbúna vandanum. Eða í það minnsta redda afsláttarkóða á varaífyllingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Börn og ungt fólk eru miklir notendur samfélagsmiðla. Ekki síst á Íslandi sem nýverið var talið upplýsingatæknivænsta land í heimi. Auðvitað. Notkun unglingsstúlkna á samfélagsmiðlum getur ýtt undir þunglyndi og kvíða samkvæmt rannsóknum. Allir sem einhvern tíma hafa verið unglingsstúlka vita að það er flókið ferli, en samfélagsmiðlar fela í sér enn eitt tækið til þess að höggva í brotakennt sjálfstraust og sjálfsmynd í mótun. Vandinn er ekki samfélagsmiðlarnir sem slíkir. Vandinn er efnið sem þeim birtist á samfélagsmiðlum. Efni sem er ekki síst framleitt af áhrifavöldum, fólki sem veitir aðgang að einkalífi sínu, áhugamálum og misdjúpri sérfræðiþekkingu. Margir eiga þeir það sameiginlegt að vera gjörsamlega helteknir af útliti sínu og ímynd. Þessi endalausa innsýn í einkalíf er líklega hluti af dægurmenningu sem markast af áralöngu áhorfi á framleitt raunveruleikasjónvarp og því að fylgjast með YouTube-stjörnum sem sumar hafa öðlast heimsfrægð með því að spila tölvuleik í kjallaranum hjá mömmu sinni, eða mála sig í herberginu sínu. Framleiddur hversdagsleiki annars fólks í beinni útsendingu er þó oft frekar viðstöðulaus bein markaðssetningarherferð þar sem stjörnurnar hafa þróað vörur til að selja, eða fá greitt fyrir að koma á framfæri. Fylgjendurnir eru markhópurinn. Efnið er vara. Það eru fjárhagslegir hagsmunir fyrir marga fólgnir í því að veikja sjálfstraust unglingsstúlkna með því að halda á lofti óraunhæfum kröfum um útlit og lífsstíl og selja þeim um leið lausnina við tilbúna vandanum. Eða í það minnsta redda afsláttarkóða á varaífyllingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun