Glamour

Fjölskyldan saman í tónlistarmyndbandi Jay-Z

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty

Beyoncé og hin fimm ára Blue Ivy Carter leika í tónlistarmyndbandi Jay-Z við lagið Family Feud. Eins og áður hefur komið fram fjallar lagið um erfiðleika innan fjölskyldunnar, en Jay-Z á að hafa haldið fram hjá Beyoncé. Sögusagnirnar um framhjáhald Jay-Z spruttu fram eftir lagið hennar Beyoncé "Lemonade".

Jay-Z sendi frá sér smá sýnishorn af því sem koma skal í myndbandinu, þar sem sýnir Beyoncé, Jay-Z og dóttur þeirra Blue Ivy í kirkju. Inn á milli koma senur frá öðru pari að kyssast, sem endar með því að hún stingur hann í hjartað. 

Gagnrýnendur telja að í myndbandinu og með laginu staðfesti hann sögusagnirnar sem hafa verið á kreiki. Það verður áhugavert að sjá myndbandið í heild sinni þegar það kemur út. 

Sýnishornið af myndbandinu má sjá neðar í fréttinni. 

Myndir: Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.