Whatsapp hækkar aldurstakmarkið í Evrópu í 16 ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 18:02 Whatsapp er vinsælt meðal evrópskra ungmenna og er ráðandi samskiptaforrit í mörgum ríkjum. Vísir/AFP Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira