Myljandi hagnaður hjá Facebook Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:28 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vísir/EPA Facebook skilaði fimm milljarða dollara hagnaði á síðasta ársfjórðungi og fór afkoman langt fram úr væntingum fjárfesta, samkvæmt frétt Financial Times. Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. Búist var við því að Cambridge Analytica málið hefði meiri áhrif á afkomu fyrirtækisins á nýafstöðnum ársfjórðungi. Þetta eru fyrstu afkomutölurnar sem Facebook birtir opinberlega eftir að upp komst um gagnalekann. Fyrstu upplýsingarnar um lekann til umdeilda breska fyrirtækisins Cambridge Analytica komu ekki fram fyrr en aðeins tvær vikur voru eftir af ársfjórðungnum svo tölurnar endurspegla hugsanlega ekki langtíma áhrif hneykslisins. Persónulegum upplýsingum um 87 milljón notendur Facebook var deilt með Camrbidge Analytica, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016. Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook sagði í dag að fyrirtækið væri að kljást við „mikilvægar áskoranir“ á þessu ári, en Facebook væri samt að eiga „sterka byrjun“ á árinu 2018. Hlutabréf í Facebook voru við lokun kauphalla í Bandaríkjunum í dag 14 prósent lægri en fyrir Cambridge Analytica hneykslið en hækkuðu um fimm prósent eftir að hagnaðartölurnar voru birtar. Í lok marsmánaðar voru virkir notendur Facebook 2,2 milljarðar en 1,5 milljarður notenda um allan heim notar síðuna daglega. Tengdar fréttir Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. 20. apríl 2018 06:00 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Facebook skilaði fimm milljarða dollara hagnaði á síðasta ársfjórðungi og fór afkoman langt fram úr væntingum fjárfesta, samkvæmt frétt Financial Times. Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. Búist var við því að Cambridge Analytica málið hefði meiri áhrif á afkomu fyrirtækisins á nýafstöðnum ársfjórðungi. Þetta eru fyrstu afkomutölurnar sem Facebook birtir opinberlega eftir að upp komst um gagnalekann. Fyrstu upplýsingarnar um lekann til umdeilda breska fyrirtækisins Cambridge Analytica komu ekki fram fyrr en aðeins tvær vikur voru eftir af ársfjórðungnum svo tölurnar endurspegla hugsanlega ekki langtíma áhrif hneykslisins. Persónulegum upplýsingum um 87 milljón notendur Facebook var deilt með Camrbidge Analytica, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016. Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook sagði í dag að fyrirtækið væri að kljást við „mikilvægar áskoranir“ á þessu ári, en Facebook væri samt að eiga „sterka byrjun“ á árinu 2018. Hlutabréf í Facebook voru við lokun kauphalla í Bandaríkjunum í dag 14 prósent lægri en fyrir Cambridge Analytica hneykslið en hækkuðu um fimm prósent eftir að hagnaðartölurnar voru birtar. Í lok marsmánaðar voru virkir notendur Facebook 2,2 milljarðar en 1,5 milljarður notenda um allan heim notar síðuna daglega.
Tengdar fréttir Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. 20. apríl 2018 06:00 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. 20. apríl 2018 06:00
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00