Greiddi sér 115 milljónir í laun á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:05 Denise Coates hlaut CBE-tign fyrir framlag sitt til bresks samfélags og viðskiptalífs árið 2012. Vísir/getty Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum. Bretland Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stofnandi og forstjóri veðmálafyrirtækisins Bet365 greiddi sér 265 milljónir sterlingspunda í laun á síðasta ári. Það gera árslaun upp á næstum 42 milljarða íslenskra króna, eða 115 milljón krónur á dag. Um er að ræða hæstu laun sem nokkur yfirmaður bresks fyrirtækis hefur greitt sér á einu ári. Fyrra met, 217 milljón punda árslaun, var sett í fyrra. Handhafi þess mets var einnig umræddur forstjóri, Denise Coates. Hún hóf starfsferil sinn sem gjaldkeri í einni af veðmálabúllum föður hennar, Peter Coates. Hún tók síðar við stjórnartaumunum í fyrirtækinu og hefur leitt vöxt þess á síðustu árum. Til að mynda er hún sögð bera ábyrgð á því að Bet365 hafi veðjað á internetið sem framtíðarheimili veðmála. Óhætt er að segja að sú ágiskun hafi borgað sig fyrir Coates-fjölskylduna en nú er svo komið að Bet365 er eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. Coates og fjölskylda hennar eru í 21. sæti yfir auðugustu Bretana en auðæfi þeirra eru metin á um 5,8 milljarða punda.Tvöfaldur launakostnaður Stoke City Fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið að grunnlaun Coates hafi verið 224 milljón pund en ofan á þau bættust arðgreiðslur upp á ríflega 45 milljón pund. Coates á um helmingshlut í Bet365 sem hagnaðist um 660 milljón pund á síðasta ári. Breskum blaðamönnum reiknast til að laun Coates séu 9500-falt hærri en meðallaun þar í landi og 1300-falt hærri en laun forsætisráðherrans, Theresu May. Til gamans eru laun hennar borin saman við launakostnað breska knattspyrnuliðsins Stoke City, sem er í eigu Bet365 og féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ef öll laun, allra leikmanna liðsins á síðasta ári eru lögð saman þá væru þau samt innan við helmingur þeirra launa sem Coates greiddi sér í fyrra. Hún hefur ekki viljað tjá sig um launagreiðslu sína við þarlenda fjölmiðla. Þó er haft eftir henni í yfirlýsingu sem fylgdi síðasta ársreikningi Bet365 að vöxtur fyrirtækisins hafi verið gríðarlegur á síðasta ári. Heildartekjur hafi aukist um 25% á mili ára, en alls veðjuðu viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir 52,3 milljarða punda í fyrra. Í umfjöllun Guardian er launagreiðsla Coates sett í samhengi við þann mikla veðmálavanda sem Bretar standa frammi fyrir. Til að mynda hafi fjöldi barnungra spilafíkla fjórfaldast í landinu á síðastliðnum tveimur árum.
Bretland Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira