Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 08:30 ÍR trónir áfram á toppi Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir glæsilegan þriggja stiga sigur, 90-87, gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Spennan var mikil en Breiðhyltingar náðu að knýja fram sigur og það án síns besta manns í stúkunni en leiðtogi Ghetto Hooligans, hinnar frábæru stuðningsmannasveitar ÍR-liðsins, var rekinn út úr húsi þegar að sjö mínútur voru eftir. Njarðvík var þá í sókn, tveimur stigum undir, en komst yfir með fallegri körfu Bandaríkjamannsins Terrels Vinsons. Í aðdraganda körfunnar má sjá stuðningsmanninn, sem heitir Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, halla sér að Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, og segja nokkur vel valin orð. Ísak gerði ekki neitt í málunum á meðan sóknin var í gangi en um leið og boltinn fór ofan í körfuna stöðvaði hann leikinn og bað starfsmenn Ljónagryfjunnar um að vísa Sigurði út úr húsi. Ekki heyrist hvað Breiðhyltingurinn segir við dómarann en það skiptir engu máli þar sem Sigurður opinberaði það sjálfur á Facebook-síðunni Dominos spjallið í gærkvöldi. „Ég sagði við hann mjög rólega að hann væri rasisti,“ segir Sigurður en Ísak Ernir hafði greinilega mjög takmarkaðn húmor fyrir þeim orðum og vísaði ÍR-ingnum á dyr. Þessa áhugaverðu senu má sjá í myndbandinu hér að ofan.mynd/facebook Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
ÍR trónir áfram á toppi Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir glæsilegan þriggja stiga sigur, 90-87, gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Spennan var mikil en Breiðhyltingar náðu að knýja fram sigur og það án síns besta manns í stúkunni en leiðtogi Ghetto Hooligans, hinnar frábæru stuðningsmannasveitar ÍR-liðsins, var rekinn út úr húsi þegar að sjö mínútur voru eftir. Njarðvík var þá í sókn, tveimur stigum undir, en komst yfir með fallegri körfu Bandaríkjamannsins Terrels Vinsons. Í aðdraganda körfunnar má sjá stuðningsmanninn, sem heitir Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, halla sér að Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, og segja nokkur vel valin orð. Ísak gerði ekki neitt í málunum á meðan sóknin var í gangi en um leið og boltinn fór ofan í körfuna stöðvaði hann leikinn og bað starfsmenn Ljónagryfjunnar um að vísa Sigurði út úr húsi. Ekki heyrist hvað Breiðhyltingurinn segir við dómarann en það skiptir engu máli þar sem Sigurður opinberaði það sjálfur á Facebook-síðunni Dominos spjallið í gærkvöldi. „Ég sagði við hann mjög rólega að hann væri rasisti,“ segir Sigurður en Ísak Ernir hafði greinilega mjög takmarkaðn húmor fyrir þeim orðum og vísaði ÍR-ingnum á dyr. Þessa áhugaverðu senu má sjá í myndbandinu hér að ofan.mynd/facebook
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00