Erlent

Leikstjórinn Luc Besson sakaður um nauðgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Luc Besson er einn þekktasti leikstjóri Frakka.
Luc Besson er einn þekktasti leikstjóri Frakka. Vísir/Getty

Franski leikstjórinn Luc Besson hefur verið sakaður um nauðgun. Lögregluyfirvöld í París hafa málið til rannsóknar.



Samkvæmt frétt BBC komu ásakanirnar inn á borð lögreglu á föstudag en um er að ræða leikkonu sem Besson þekkir til. Leikstjórinn þvertekur fyrir ásakanirnar sem sagðar eru „fáránlegar“ í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans.



„Hann þekkir til stefnanda og hann hefur aldrei hagað sér á óviðeigandi hátt í hennar garð,“ segir enn fremur í yfirlýsingu.



Besson er 59 ára og er einn þekktasti leikstjóri Frakka. Hann hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Le Grand Bleu, Leon, Subway, The Fifth Element.


Tengdar fréttir

Leikur í mynd Lucs Besson

Scarlett Johansson hefur tekið að sér aðalhlutverkið í hasarmyndinni Lucky í leikstjórn Frakkans Lucs Besson. Hún fjallar um konu sem er neydd til að smygla eiturlyfjum úr landi. Um leið og hún gleypir eiturlyfin öðlast hún ofurkrafta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×