Fish Partner stofna fluguveiðiakademíu Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2018 09:08 Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna en Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.Af námskeiðum á dagskránni má nefna flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi, fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur, ljósmyndanámskeið með Matt Harris, námskeið í stangarsmíðum, þurrfluguhnýtingar, að setja í þann stóra með Nils Folmer, opið hús til æfinga í fluguköstum.Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/akademia/ Allar fyrirspurnir um starfsemi Akademíunnar má senda á info@fishpartner.com. Þeir sem eru áhugasamir um að halda námskeið og fyrirlestra eru einnig hvattir til að senda þeim línu. Mest lesið Rjúpnahelgi framundan Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði
Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna en Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.Af námskeiðum á dagskránni má nefna flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi, fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur, ljósmyndanámskeið með Matt Harris, námskeið í stangarsmíðum, þurrfluguhnýtingar, að setja í þann stóra með Nils Folmer, opið hús til æfinga í fluguköstum.Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/akademia/ Allar fyrirspurnir um starfsemi Akademíunnar má senda á info@fishpartner.com. Þeir sem eru áhugasamir um að halda námskeið og fyrirlestra eru einnig hvattir til að senda þeim línu.
Mest lesið Rjúpnahelgi framundan Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði