Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.
Af námskeiðum á dagskránni má nefna flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi, fluguhnýtingarnámskeið fyrir
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/