Kjörnir fulltrúar Frosti Logason skrifar 21. september 2017 08:00 Það er ekki gæfulegt ástandið á litla landinu okkar í dag. Þriðja ríkisstjórnin sem hrökklast frá eða springur á síðastliðnum átta árum. Vissulega má færa rök fyrir því að með þessu sé fólkið í landinu að öðlast meiri völd. Það er jú gott að fá annað tækifæri til að kjósa ef maður var ekki sáttur við útkomuna síðast. En ömurlegt ef þetta færir okkur ekkert nema feitan reikning í ríkissjóð og nákvæmlega sama vesenið aftur á Alþingi. Þið sem ætlið að bjóða ykkur fram í þetta skiptið ættuð að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. Það er ekki eftirspurn eftir fólki sem ætlar í flokkspólitískan leðjuslag um hvernig hægt sé að skipta kökunni milli einkavina og vandamanna. Okkur vantar ekki fólk til þess að standa vörð um myrkustu leyndarmál stjórnsýslunnar. Okkur vantar ekki fólk til að hafa vit fyrir okkur hinum. Okkur vantar ekki fólk sem ætlar að sýna flokknum sínum blinda hollustu. Við þurfum fólk sem leitast við að tryggja okkur öllum sanngjörn lög í landinu. Þar sem til dæmis vímuefnaneytendur fái ekki þyngri refsidóma en barnaníðingar og nauðgarar. Við viljum heiðarleika og gegnsæi. Að lokum eigum við landsmenn að fá að vera í friði fyrir stjórnmálunum. Við eigum að geta treyst því að fólkið sem veljist til áhrifa í lýðræðislegum kosningum geti sýnt stöðu sinni þá virðingu að verkefnin verði leyst með vandvirkni og sóma, okkur öllum til heilla. Hagsmunir heildarinnar eiga vera ykkar eina viðfangsefni. Það er allt og sumt. Annars óska ég ykkur öllum velfarnaðar og velgengni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun
Það er ekki gæfulegt ástandið á litla landinu okkar í dag. Þriðja ríkisstjórnin sem hrökklast frá eða springur á síðastliðnum átta árum. Vissulega má færa rök fyrir því að með þessu sé fólkið í landinu að öðlast meiri völd. Það er jú gott að fá annað tækifæri til að kjósa ef maður var ekki sáttur við útkomuna síðast. En ömurlegt ef þetta færir okkur ekkert nema feitan reikning í ríkissjóð og nákvæmlega sama vesenið aftur á Alþingi. Þið sem ætlið að bjóða ykkur fram í þetta skiptið ættuð að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. Það er ekki eftirspurn eftir fólki sem ætlar í flokkspólitískan leðjuslag um hvernig hægt sé að skipta kökunni milli einkavina og vandamanna. Okkur vantar ekki fólk til þess að standa vörð um myrkustu leyndarmál stjórnsýslunnar. Okkur vantar ekki fólk til að hafa vit fyrir okkur hinum. Okkur vantar ekki fólk sem ætlar að sýna flokknum sínum blinda hollustu. Við þurfum fólk sem leitast við að tryggja okkur öllum sanngjörn lög í landinu. Þar sem til dæmis vímuefnaneytendur fái ekki þyngri refsidóma en barnaníðingar og nauðgarar. Við viljum heiðarleika og gegnsæi. Að lokum eigum við landsmenn að fá að vera í friði fyrir stjórnmálunum. Við eigum að geta treyst því að fólkið sem veljist til áhrifa í lýðræðislegum kosningum geti sýnt stöðu sinni þá virðingu að verkefnin verði leyst með vandvirkni og sóma, okkur öllum til heilla. Hagsmunir heildarinnar eiga vera ykkar eina viðfangsefni. Það er allt og sumt. Annars óska ég ykkur öllum velfarnaðar og velgengni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun