Ad astra, Cassini Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. september 2017 06:00 Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. Þar með var á enda þrettán ára vals geimfarsins um plánetuna og hringakerfi hennar. Cassini, sem hringsólað hafði um Satúrnus árum saman, varð eitt með viðfangi sínu er það leystist upp á ógnarhraða í lofthjúpnum. Cassini-leiðangurinn var ekki aðeins einn metnaðarfyllsti vísindaleiðangur sögunnar, hann markaði einnig þáttaskil í skilningi okkar á Satúrnusi, hinu mikla djásni sólkerfisins. Rúmlega 4.000 vísindagreinar hafa verið birtar sem byggja á gögnum sem geimfarið aflaði og við höfum öðlast dýpri þekkingu á dularfullum fylgitunglum plánetunnar. Þar á meðal er Enkeladus, þar sem mögulega leynast lífvænleg skilyrði á tuga kílómetra dýpi undir víðfeðmri íshellu. Það er Cassini að þakka að við vitjum Satúrnusar næst í leit að lífi. Leiðangurinn til Satúrnusar var samstarfsverkefni Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), Ítölsku geimvísindastofnunarinnar (ASI) og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Þetta var dýrt verkefni. Þessar þjóðir töldu það góða fjárfestingu að eyða sem nemur 350 milljörðum króna í verkefnið. Ástæðan fyrir þessum vilja er sú staðreynd að geimvísindastofnanir eru í framvarðarsveit þeirra sem vinna að nýtingu hátækni, og það á ýmsum sviðum, allt frá nýjungum í orkutækni og hugbúnaði, til rekstrar geimstöðva og rannsókna á eðli og uppruna alheimsins. Við Íslendingar höfum um nokkurt skeið verið framarlega í hátækni en atvinnutækifærin eru í engu samræmi við væntingar hins stóra og ört vaxandi hóps sérfræðinga sem hér er. Með því að taka þátt í samstarfi fjölþjóðlegra vísindastofnana myndast ný tækifæri í hátækniiðnaði. Slíkt samstarf myndi leggja grundvöll að verkefnum sem Ísland gæti ekki hrundið af stað upp á sitt eindæmi og um leið væru stjórnvöld að beina fjármunum beint í innlendan hátækniiðnað. Samstarf þetta, eins og rætt hefur verið um við Evrópsku geimvísindastofnunina, sendir síðan þau skilaboð til þeirra ungmenna sem öðru hverju horfa til himins og velta fyrir sér stjörnunum að við skiljum mikilvægi þess að kanna alheiminn, hönd í hönd við nágranna okkar, og að við höfum orð Virgils úr Eneasarkviðu að leiðarljósi, þar sem Apolló sagði við prinsinn unga Júlus: „Því heldur maður til stjarnanna“ (sic itur ad astra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Einum stórkostlegasta rannsóknarleiðangri vísindasögunnar lauk á dögunum þegar geimfarið Cassini steyptist ofan í lofthjúp Satúrnusar. Þar með var á enda þrettán ára vals geimfarsins um plánetuna og hringakerfi hennar. Cassini, sem hringsólað hafði um Satúrnus árum saman, varð eitt með viðfangi sínu er það leystist upp á ógnarhraða í lofthjúpnum. Cassini-leiðangurinn var ekki aðeins einn metnaðarfyllsti vísindaleiðangur sögunnar, hann markaði einnig þáttaskil í skilningi okkar á Satúrnusi, hinu mikla djásni sólkerfisins. Rúmlega 4.000 vísindagreinar hafa verið birtar sem byggja á gögnum sem geimfarið aflaði og við höfum öðlast dýpri þekkingu á dularfullum fylgitunglum plánetunnar. Þar á meðal er Enkeladus, þar sem mögulega leynast lífvænleg skilyrði á tuga kílómetra dýpi undir víðfeðmri íshellu. Það er Cassini að þakka að við vitjum Satúrnusar næst í leit að lífi. Leiðangurinn til Satúrnusar var samstarfsverkefni Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), Ítölsku geimvísindastofnunarinnar (ASI) og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Þetta var dýrt verkefni. Þessar þjóðir töldu það góða fjárfestingu að eyða sem nemur 350 milljörðum króna í verkefnið. Ástæðan fyrir þessum vilja er sú staðreynd að geimvísindastofnanir eru í framvarðarsveit þeirra sem vinna að nýtingu hátækni, og það á ýmsum sviðum, allt frá nýjungum í orkutækni og hugbúnaði, til rekstrar geimstöðva og rannsókna á eðli og uppruna alheimsins. Við Íslendingar höfum um nokkurt skeið verið framarlega í hátækni en atvinnutækifærin eru í engu samræmi við væntingar hins stóra og ört vaxandi hóps sérfræðinga sem hér er. Með því að taka þátt í samstarfi fjölþjóðlegra vísindastofnana myndast ný tækifæri í hátækniiðnaði. Slíkt samstarf myndi leggja grundvöll að verkefnum sem Ísland gæti ekki hrundið af stað upp á sitt eindæmi og um leið væru stjórnvöld að beina fjármunum beint í innlendan hátækniiðnað. Samstarf þetta, eins og rætt hefur verið um við Evrópsku geimvísindastofnunina, sendir síðan þau skilaboð til þeirra ungmenna sem öðru hverju horfa til himins og velta fyrir sér stjörnunum að við skiljum mikilvægi þess að kanna alheiminn, hönd í hönd við nágranna okkar, og að við höfum orð Virgils úr Eneasarkviðu að leiðarljósi, þar sem Apolló sagði við prinsinn unga Júlus: „Því heldur maður til stjarnanna“ (sic itur ad astra).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun