Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 13:54 Fleiri stjórnendur hjá Equifax hafa verið látnir fara eftir gagnalekann. Vísir/EPA Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira