Bjór í búðir óttar guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 10:00 Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun