Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2017 21:45 Magnús Már Traustason og Pavel Ermolinskij teygja sig í boltann. vísir/eyþór KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. Leikurinn var ótrúlega spennandi og réðust úrslitin þegar nokkur sekúndubrot voru eftir af leiknum þegar Kristófer Acox varði skot Harðar Axels sem reyndi að jafna metin. Það verða því KR og Grindavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Amin Stevens var magnaður hjá Keflavík og gerði hann 39 stig og tók 19 fráköst. Rosalegur leikur hjá honum en það var ekki nóg.Af hverju vann KR?Það var bara reynslan hjá KR sem skilaði þeim sigurinn að lokum. Rosalegt að fylgjast með þessu frábæra liði og Jón Arnór Stefánsson steig upp undir lokin og kláraði dæmið þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var einfaldlega sigurviljinn og reynslan sem skilaði KR í úrslit. Þetta var einn besti leikur tímabilsins.Bestu menn vallarins? Amin Stevens var stórbrotinn í kvöld og skoraði 39 stig og tók 19 fráköst. Jón Arnór var með 16 stig fyrir KR í kvöld en stigadreifingin var virkilega góð hjá KR.Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna var kannski ekkert æðislegur en varnarleikurinn var bara svo stórkostlegur hjá þeim báðum. Það er erfitt að tala um eitthvað sem gekk illa eftir svona æðislegan körfuboltaleik.Keflavík-KR 84-86 (20-24, 19-18, 24-24, 21-20) Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Gunnar Einarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Ágúst Orrason 0, Magnús Már Traustason 0. KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Kristófer: Ég skuldaði Herði eitt blokk„Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. „Amin var rosalegur í kvöld og sem betur fer klikkaði hann á vítinu. Jón Arnór náði þá að framkvæma rosalega fléttu sem skilaði okkur sigurkörfuna.“ Hann segir að Hörður Axel hafi sett tuttugu stig á sig í síðasta leik og því hafi hann skuldað honum þetta blokk. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í úrslit með mínu liði og þetta er akkúrat ástæðan fyrir því af hverju ég kom heim. Ég vissi að ég kæmi í algjört brálæði og það stóðst.“ Amin Stevens: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum„Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Ég þurfti bara í raun að slaka á alla vikuna til að gera mig tilbúinn í þennan leik. Þetta er rosalega erfitt lið og það fer gríðarleg orka í þetta.“ Amin segir að Keflavík hafi verið betra liðið í þessum leik. „Við klúðruðum þessu í síðasta leik og við klúðruðum þessi í kvöld einnig. Svona er bara körfuboltinn. Maður þarf bara að taka þessu og læra af svona leikjum.“ Finnur: Acox kemur með svo mikla orku inn í liðið„Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta Keflavíkurlið, þetta er hörkulið og ekkert gefins að komast í gegnum þá,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þetta samspil Harðar Axels og Amin Stevens er eitthvað það erfiðasta sem ég sem þjálfari hef þurft að takast á við sem þjálfari.“ Finnur var gríðarlega ánægður með liðið sitt í kvöld og hvernig menn stigu allir upp. Þjálfarinn er mjög ánægður með Kristófer Acox og hans vinnu í seríunni. „Hann kemur bara inn með alveg rosalega orku og það hefur gríðarleg áhrifa á liðið. Hann er vissulega ennþá að komast inn í þetta hjá okkur en hann er heldur betur að gera góða hluti, sérstaklega á móti svona leikmanni eins og Amin Stevens.“ Hann segir að það hafi verið gott að eiga leikmann eins og Jón Arnór undir lokin. „Það var mikilvægt að bæði Brynjar og Jón myndu stíga upp undir lokin og loka þessu,“ segir Finnur sem er spenntur fyrir einvíginu við Grindavík.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. Leikurinn var ótrúlega spennandi og réðust úrslitin þegar nokkur sekúndubrot voru eftir af leiknum þegar Kristófer Acox varði skot Harðar Axels sem reyndi að jafna metin. Það verða því KR og Grindavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Amin Stevens var magnaður hjá Keflavík og gerði hann 39 stig og tók 19 fráköst. Rosalegur leikur hjá honum en það var ekki nóg.Af hverju vann KR?Það var bara reynslan hjá KR sem skilaði þeim sigurinn að lokum. Rosalegt að fylgjast með þessu frábæra liði og Jón Arnór Stefánsson steig upp undir lokin og kláraði dæmið þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var einfaldlega sigurviljinn og reynslan sem skilaði KR í úrslit. Þetta var einn besti leikur tímabilsins.Bestu menn vallarins? Amin Stevens var stórbrotinn í kvöld og skoraði 39 stig og tók 19 fráköst. Jón Arnór var með 16 stig fyrir KR í kvöld en stigadreifingin var virkilega góð hjá KR.Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna var kannski ekkert æðislegur en varnarleikurinn var bara svo stórkostlegur hjá þeim báðum. Það er erfitt að tala um eitthvað sem gekk illa eftir svona æðislegan körfuboltaleik.Keflavík-KR 84-86 (20-24, 19-18, 24-24, 21-20) Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Gunnar Einarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Ágúst Orrason 0, Magnús Már Traustason 0. KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Kristófer: Ég skuldaði Herði eitt blokk„Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. „Amin var rosalegur í kvöld og sem betur fer klikkaði hann á vítinu. Jón Arnór náði þá að framkvæma rosalega fléttu sem skilaði okkur sigurkörfuna.“ Hann segir að Hörður Axel hafi sett tuttugu stig á sig í síðasta leik og því hafi hann skuldað honum þetta blokk. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í úrslit með mínu liði og þetta er akkúrat ástæðan fyrir því af hverju ég kom heim. Ég vissi að ég kæmi í algjört brálæði og það stóðst.“ Amin Stevens: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum„Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Ég þurfti bara í raun að slaka á alla vikuna til að gera mig tilbúinn í þennan leik. Þetta er rosalega erfitt lið og það fer gríðarleg orka í þetta.“ Amin segir að Keflavík hafi verið betra liðið í þessum leik. „Við klúðruðum þessu í síðasta leik og við klúðruðum þessi í kvöld einnig. Svona er bara körfuboltinn. Maður þarf bara að taka þessu og læra af svona leikjum.“ Finnur: Acox kemur með svo mikla orku inn í liðið„Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta Keflavíkurlið, þetta er hörkulið og ekkert gefins að komast í gegnum þá,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þetta samspil Harðar Axels og Amin Stevens er eitthvað það erfiðasta sem ég sem þjálfari hef þurft að takast á við sem þjálfari.“ Finnur var gríðarlega ánægður með liðið sitt í kvöld og hvernig menn stigu allir upp. Þjálfarinn er mjög ánægður með Kristófer Acox og hans vinnu í seríunni. „Hann kemur bara inn með alveg rosalega orku og það hefur gríðarleg áhrifa á liðið. Hann er vissulega ennþá að komast inn í þetta hjá okkur en hann er heldur betur að gera góða hluti, sérstaklega á móti svona leikmanni eins og Amin Stevens.“ Hann segir að það hafi verið gott að eiga leikmann eins og Jón Arnór undir lokin. „Það var mikilvægt að bæði Brynjar og Jón myndu stíga upp undir lokin og loka þessu,“ segir Finnur sem er spenntur fyrir einvíginu við Grindavík.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn