Hér er smá brot af haustlínu H&M Studio sem kemur í verslanir í september, vonandi í tæka tíð fyrir opnun verslunarinnar hér á landi í Smáralind.
Einföld snið og klæðaskerasniðnar línur, skandinavískt með töffaralegu yfirbragði en línan er innblásinn af New York. Herraleg snið í bland við grafísk prent. Lofar mjög góðu en andlit línunnar er fyrirsætan Grace Elizabeth.
Þetta er bara smá forsmekkur af línunni en hún verður frumsýnd í heild sinni í ágúst. Við getum ekki beðið.


