Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Ritstjórn skrifar 4. október 2017 20:00 Myndir: Ikea Október er nýbyrjaður og við erum strax farnar að huga að jólunum. Ástæðan er einföld, en vetrar- og jólalína Ikea lítur dagsins ljós í næstu viku, eða þann 12. október næstkomandi. Eflaust bíða margir spenntir eftir línunni, en hér birtum við nokkrar myndir. Ísland er í aðalhlutverki í línunni, en innblásturinn var fengin frá Íslandi, náttúrunni, hefðum okkar og litum. Það er ansi magnað að jólin á alþjóðavísu hjá Ikea séu um okkar litla Ísland. Þrír íslenskir hönnuðir hafa einnig hannað hluti í línunni, sem við erum auðvitað ansi stoltar af. Guðrún Lilja hannaði kaffikönnu, Þórunn Árnadóttir hannaði kerti og aðra smáhluti, og Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði ljós fyrir línuna. Línan er stílhrein í heild sinni, og aðal-litir línunnar eru svartur, grár og hvítur. Rauði liturinn er þó alltaf stil staðar. Hlutirnir eru margir hverjir grófir. Ikea kallar línuna vetrarlínu, svo hún geti lifað lengur á heimilunum yfir vetrartímann, sem er ansi sniðugt. Einnig eru margir hlutir sem hugsaðir eru fyrir gamlárspartíið, eins og kampavínsglös og annað skraut. Ertu þá komin í jólaskap? Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa jólin. Eða það segir Ikea allavega. Mest lesið Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Vann með Naomi Campbell fyrir D&G Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour FYRSTA TÖLUBLAÐ GLAMOUR KOMIÐ ÚT Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Björk í kjól eftir Hildi Yeoman Glamour „Fraukan fær mikla fróun við það að reita aðra til reiði." Glamour Cynthia Nixon í framboð Glamour
Október er nýbyrjaður og við erum strax farnar að huga að jólunum. Ástæðan er einföld, en vetrar- og jólalína Ikea lítur dagsins ljós í næstu viku, eða þann 12. október næstkomandi. Eflaust bíða margir spenntir eftir línunni, en hér birtum við nokkrar myndir. Ísland er í aðalhlutverki í línunni, en innblásturinn var fengin frá Íslandi, náttúrunni, hefðum okkar og litum. Það er ansi magnað að jólin á alþjóðavísu hjá Ikea séu um okkar litla Ísland. Þrír íslenskir hönnuðir hafa einnig hannað hluti í línunni, sem við erum auðvitað ansi stoltar af. Guðrún Lilja hannaði kaffikönnu, Þórunn Árnadóttir hannaði kerti og aðra smáhluti, og Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði ljós fyrir línuna. Línan er stílhrein í heild sinni, og aðal-litir línunnar eru svartur, grár og hvítur. Rauði liturinn er þó alltaf stil staðar. Hlutirnir eru margir hverjir grófir. Ikea kallar línuna vetrarlínu, svo hún geti lifað lengur á heimilunum yfir vetrartímann, sem er ansi sniðugt. Einnig eru margir hlutir sem hugsaðir eru fyrir gamlárspartíið, eins og kampavínsglös og annað skraut. Ertu þá komin í jólaskap? Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa jólin. Eða það segir Ikea allavega.
Mest lesið Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Vann með Naomi Campbell fyrir D&G Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour FYRSTA TÖLUBLAÐ GLAMOUR KOMIÐ ÚT Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Björk í kjól eftir Hildi Yeoman Glamour „Fraukan fær mikla fróun við það að reita aðra til reiði." Glamour Cynthia Nixon í framboð Glamour