Í gær voru tíu ár síðan fyrsti iPhone-snjallsíminn úr smiðju Apple kom á markaðinn. Safnarar hafa sýnt gripnum áhuga og er síminn til sölu á eBay fyrir yfir milljón íslenskra króna.
MarketWatch greinir frá að í það minnsta tólf einstaklingar hafi reynt að selja símann fyrir allt að 18 þúsund dollara, rúmlega 1,8 milljónir króna, á eBay. Einn þeirra hafi fengið 11 þúsund dollara boð í síma sem er enn í óopnuðum umbúðum með rauðri slaufu en hafnað því. Hann vilji að minnsta kosti 15 þúsund dollara, 1,5 milljónir króna.
MarketWatch greinir frá að einhverjir hafi geymt iPhone-símana frá árinu 2007 vegna tilfinningalegs gildis. Aðrir hafi séð fyrir sér að geta grætt verulega á þeim í framtíðinni.
Upprunalegur iPhone á yfir milljón

Tengdar fréttir

iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum og ýmislegt hefur breyst síðan þá.