Viðar: Leikmenn halda að þeir séu svaka kóngar með flotta hárgreiðslu Gunnar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:00 Viðar er reiður við sína menn. vísir/eyþór Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30