Loforð (og lygar) að hausti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Það er komið að því. Sumarið hefur formlega runnið sitt skeið. Fólk snýr heim úr fríi, stráhattar eru komnir á útsölu og rútínan byrjar að púsla saman raunveruleikanum. Það er haust. Það sem markar þó allra helst upphaf haustsins, árstíðarinnar þar sem trefill er enn fashion-statement og ekki ill nauðsyn, er skólinn. Dyr menntastofnana eru opnaðar á ný, að því gefnu að kennararnir séu ekki heima með niðurgang eftir neyslu á óhreinu salati frá Ítalíu, og fróðleiksþyrstir nemendur setjast á skólabekk. Stundum jafnvel fullir tilhlökkunar. Skólabyrjun er nefnilega ekki bara til marks um árstíðaskil heldur er hún einhvern veginn táknmynd nýs upphafs. Fjarvistir síðasta skólaárs skipta ekki lengur máli. Allt sem einu sinni miður fór er máð út og skjöldurinn er hreinn – upphafið er nýtt og fyrirheitin eru fögur. Mantran „læra jafnt og þétt yfir veturinn“ er greypt logandi tengiskrift í heilann á manni. Ég ætla að lesa fyrir hvern einasta tíma, segir maður kannski við sjálfa sig. Ég lofa. Og ég ætla að byrja á öllum heimaverkefnum með þægilegum fyrirvara, segir maður kannski líka. Ég lofa. Og ég ætla sko alls ekki að senda kennaranum örlitla hvíta lygi í tölvupósti vegna þess að ég drakk óvart svolítið marga bjóra á þriðjudaginn og ritgerðin er enn bara inngangur og fjórðipartur af meginmáli. Ég lofa. Maður man nefnilega enn svo vel hvernig þetta gerðist allt síðasta skólaár. Og öll hin þar á undan. Og svo man maður að loforðin eru auðvitað enn þau sömu. En í þetta skiptið verður þetta samt, sko, öðruvísi. Ég lofa. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun
Það er komið að því. Sumarið hefur formlega runnið sitt skeið. Fólk snýr heim úr fríi, stráhattar eru komnir á útsölu og rútínan byrjar að púsla saman raunveruleikanum. Það er haust. Það sem markar þó allra helst upphaf haustsins, árstíðarinnar þar sem trefill er enn fashion-statement og ekki ill nauðsyn, er skólinn. Dyr menntastofnana eru opnaðar á ný, að því gefnu að kennararnir séu ekki heima með niðurgang eftir neyslu á óhreinu salati frá Ítalíu, og fróðleiksþyrstir nemendur setjast á skólabekk. Stundum jafnvel fullir tilhlökkunar. Skólabyrjun er nefnilega ekki bara til marks um árstíðaskil heldur er hún einhvern veginn táknmynd nýs upphafs. Fjarvistir síðasta skólaárs skipta ekki lengur máli. Allt sem einu sinni miður fór er máð út og skjöldurinn er hreinn – upphafið er nýtt og fyrirheitin eru fögur. Mantran „læra jafnt og þétt yfir veturinn“ er greypt logandi tengiskrift í heilann á manni. Ég ætla að lesa fyrir hvern einasta tíma, segir maður kannski við sjálfa sig. Ég lofa. Og ég ætla að byrja á öllum heimaverkefnum með þægilegum fyrirvara, segir maður kannski líka. Ég lofa. Og ég ætla sko alls ekki að senda kennaranum örlitla hvíta lygi í tölvupósti vegna þess að ég drakk óvart svolítið marga bjóra á þriðjudaginn og ritgerðin er enn bara inngangur og fjórðipartur af meginmáli. Ég lofa. Maður man nefnilega enn svo vel hvernig þetta gerðist allt síðasta skólaár. Og öll hin þar á undan. Og svo man maður að loforðin eru auðvitað enn þau sömu. En í þetta skiptið verður þetta samt, sko, öðruvísi. Ég lofa. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.