Í orði – ekki á borði 21. október 2017 10:00 Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að bæta menntakerfið í landinu. Viðreisn er þar engin undantekning. Frambjóðendur flokksins tala fyrir mikilvægi málaflokksins og hversu nauðsynlegt sé að nægt fjármagn fari til menntakerfisins. Ekkert óvenjulegt við þetta. Og þó. Í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks var tekin sú tímamótaákvörðun að auka verulega framlög til framhaldsskólanna í landinu og var sú ákvörðun lögfest í fjármálaáætlun. Sá sparnaður sem hlaust af breytingu úr 4-ára kerfi í 3-ára kerfi átti að halda sér innan skólakerfisins og þar með hefði framhaldsskólinn á Íslandi komist í hóp þeirra best fjármögnuðu á Norðurlöndum. En síðan var kosið og þáverandi, reyndar þangað til um daginn, formaður Viðreisnar tók við embætti fjármálaráðherra. Þar með gat Viðreisn sett sitt mark á menntamálin með afgerandi hætti. En viti menn. Fyrsta verk nýja fjármálaráðherrans var að draga til baka hækkunina til framhaldsskólans. Þegar frambjóðendur Viðreisnar eru spurðir út í þetta á framboðsfundum svara þeir því til að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki beitt sér nægjanlega harkalega gegn fjármálaráðherranum, þeim hafi gersamlega mistekist að stöðva manninn. Það sé Sjálfstæðisflokknum að kenna að stefna Viðreisnar í menntamálum hafi náð fram að ganga í áætlun um ríkisfjármál. Þessi málflutningur er einhvers konar Evrópumet í skapandi pólitík. Viðreisn biður um kosningu og kjósendur eiga síðan að treysta á aðra flokka til að stöðva ráðherra þeirra á Alþingi. Önnur leið að sama marki er auðvitað sú að kjósa ekki Viðreisn og spara þar með frambjóðendum flokksins þessa óbærilegu raun, að treysta á aðra stjórnmálamenn til að stöðva framgang sinnar eigin stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að bæta menntakerfið í landinu. Viðreisn er þar engin undantekning. Frambjóðendur flokksins tala fyrir mikilvægi málaflokksins og hversu nauðsynlegt sé að nægt fjármagn fari til menntakerfisins. Ekkert óvenjulegt við þetta. Og þó. Í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks var tekin sú tímamótaákvörðun að auka verulega framlög til framhaldsskólanna í landinu og var sú ákvörðun lögfest í fjármálaáætlun. Sá sparnaður sem hlaust af breytingu úr 4-ára kerfi í 3-ára kerfi átti að halda sér innan skólakerfisins og þar með hefði framhaldsskólinn á Íslandi komist í hóp þeirra best fjármögnuðu á Norðurlöndum. En síðan var kosið og þáverandi, reyndar þangað til um daginn, formaður Viðreisnar tók við embætti fjármálaráðherra. Þar með gat Viðreisn sett sitt mark á menntamálin með afgerandi hætti. En viti menn. Fyrsta verk nýja fjármálaráðherrans var að draga til baka hækkunina til framhaldsskólans. Þegar frambjóðendur Viðreisnar eru spurðir út í þetta á framboðsfundum svara þeir því til að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki beitt sér nægjanlega harkalega gegn fjármálaráðherranum, þeim hafi gersamlega mistekist að stöðva manninn. Það sé Sjálfstæðisflokknum að kenna að stefna Viðreisnar í menntamálum hafi náð fram að ganga í áætlun um ríkisfjármál. Þessi málflutningur er einhvers konar Evrópumet í skapandi pólitík. Viðreisn biður um kosningu og kjósendur eiga síðan að treysta á aðra flokka til að stöðva ráðherra þeirra á Alþingi. Önnur leið að sama marki er auðvitað sú að kjósa ekki Viðreisn og spara þar með frambjóðendum flokksins þessa óbærilegu raun, að treysta á aðra stjórnmálamenn til að stöðva framgang sinnar eigin stefnu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun