Hlutabréf í Marel hafa hækkað um tæp 6,7 prósent í verði þar sem af er degi. Velta með bréf félagsins nemur þegar þessi frétt er skrifuð 581 milljón króna og gengi bréfanna 18,5 krónum á hlut.
Fyrirtækið birti í gær uppgjör sitt fyrir árið í fyrra en þá skilaði reksturinn 75,8 milljóna evra, jafnvirði 9,2 milljarða króna, hagnaði. Afkoman árið á undan var til samanburðar jákvæð um 56,7 milljónir evra. Sölumet var slegið hjá fyrirtækinu á síðasta ársfjórðungi og nam salan þá 250 milljónum evra. EBITDA fjórðungsins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, var 47,3 milljónir evra og eigið fé Marels við lok síðasta árs var 526 milljónir evra eða 63,6 milljarðar króna.
Reyndar er það svo að bréf allra félaga á Aðallista Kauphallarinnar, að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum, hafa hækkað frá opnun markaða í morgun. Hlutabréf Icelandair Group hafa hækkað um rétt tæp 4,4 prósent og hlutir í olíufélaginu N1 um 3,5 prósent.
Hlutabréf Marel rjúka upp á grænum morgni í Kauphöllinni
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent