Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4%

Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hækkaði um 6,2 prósent og bréf í Nýherja fóru upp um 3,7 prósent.
Verslunarfyrirtækið Hagar var eina félagið á Aðallista Kauphallar Íslands sem lækkaði í verði eða um rétt tæpt eitt prósent. Bandaríski smásölurisinn Costco, sem opnar verslun sína í Kauptúni í mars og mun þá hefja samkeppni við Haga og önnur sambærileg fyrirtæki, tilkynnti í dag að meðlimagjald einstaklinga sem vilji versla í vöruhúsi Costco verði 4.800 krónur.
Tengdar fréttir

Hlutabréf Icelandair lækkuðu þriðja daginn í röð
Gengi hlutabréfa Icelandair Group var 15,95 krónur á hlut við lokun markaða í dag og lækkuðu þau því í verði þriðja daginn í röð. Veltan með bréf flugfélagsins í dag var þó talsvert minni en dagana á undan, eða um 401 milljónir króna, og lækkuðu bréfin um 1,54 prósent.

Hlutabréf Marel rjúka upp á grænum morgni í Kauphöllinni
Hlutabréf í Marel hafa hækkað um tæp 6,7 prósent í verði þar sem af er degi. Velta með bréf félagsins nemur þegar þessi frétt er skrifuð 581 milljón króna og gengi bréfanna 18,5 krónum á hlut.

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu
Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins.

Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild
Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum.

Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun.