Engin tilviljun hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 06:00 Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni á morgun og von á hátt í 3.000 manns á leikinn. vísir/andri marinó Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira