Hvar eru hommarnir? Benedikt Bóas skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta. Það er nefnilega ótrúleg staðreynd að enginn hommi, sem sparkar í fótbolta, er eitthvað voðalega góður að sparka í fótbolta. Ekki opinberlega allavega. Þrátt fyrir að fótbolti sé frekar hommaleg íþrótt samkvæmt Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðingi sem var viðmælandi í þættinum. Persónulega þá skiptir kynhneigð mig engu máli. Mér gæti ekki verið meira sama. Annaðhvort er fólk gott í fótbolta eða ekki og af einhverjum orsökum virðast samkynhneigðir karlmenn einfaldlega ekki góðir í fótbolta. Samkynhneigðar konur eru hins vegar frábærar í fótbolta. Um helgina skörtuðu lið í enska boltanum fyrirliðaböndum og reimum og ég veit ekki hvað og hvað til stuðnings samkynhneigðum. Slíkt er til fyrirmyndar og ég held að það styttist í að fyrsti homminn, sem verði í heimsklassa, komi fram á sjónarsviðið. Það getur bara ekki annað verið. Og hvað gerist þá? Nákvæmlega ekki neitt. Það er nefnilega það fyndna við það. Fólk mun öskra og púa á viðkomandi úr stúkunni en það er engin nýlunda. Flestir heimsklassa leikmenn fá baulið beint í andlitið á útivelli. Íþróttin mun ekkert breytast ef það labbar heimsklassa hommi inn á völlinn. Og er það ekki bara hið besta mál? Ég sé allavega ekki vandamálið. Sá sem gerir það má vinsamlegast troða þeim skoðunum upp í óæðri endann á sér og vera inni í hellinum sínum. Kynhneigð skiptir nefnilega engu máli. Hvorki í fótbolta né lífinu sjálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta. Það er nefnilega ótrúleg staðreynd að enginn hommi, sem sparkar í fótbolta, er eitthvað voðalega góður að sparka í fótbolta. Ekki opinberlega allavega. Þrátt fyrir að fótbolti sé frekar hommaleg íþrótt samkvæmt Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðingi sem var viðmælandi í þættinum. Persónulega þá skiptir kynhneigð mig engu máli. Mér gæti ekki verið meira sama. Annaðhvort er fólk gott í fótbolta eða ekki og af einhverjum orsökum virðast samkynhneigðir karlmenn einfaldlega ekki góðir í fótbolta. Samkynhneigðar konur eru hins vegar frábærar í fótbolta. Um helgina skörtuðu lið í enska boltanum fyrirliðaböndum og reimum og ég veit ekki hvað og hvað til stuðnings samkynhneigðum. Slíkt er til fyrirmyndar og ég held að það styttist í að fyrsti homminn, sem verði í heimsklassa, komi fram á sjónarsviðið. Það getur bara ekki annað verið. Og hvað gerist þá? Nákvæmlega ekki neitt. Það er nefnilega það fyndna við það. Fólk mun öskra og púa á viðkomandi úr stúkunni en það er engin nýlunda. Flestir heimsklassa leikmenn fá baulið beint í andlitið á útivelli. Íþróttin mun ekkert breytast ef það labbar heimsklassa hommi inn á völlinn. Og er það ekki bara hið besta mál? Ég sé allavega ekki vandamálið. Sá sem gerir það má vinsamlegast troða þeim skoðunum upp í óæðri endann á sér og vera inni í hellinum sínum. Kynhneigð skiptir nefnilega engu máli. Hvorki í fótbolta né lífinu sjálfu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun