Gjaldmiðilsglópska Trump-stjórnarinnar Lars Christensen skrifar 8. febrúar 2017 12:00 Donald Trump hefur gert það að sérgrein sinni að úthúða öðrum ríkjum. Reyndar lítur út fyrir að hann ráðist sérstaklega á mikilvægustu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Mexíkó og Kína. Nýjasti fíflaskapurinn frá Trump-stjórninni kemur frá yfirmanni hins nýstofnaða viðskiptaráðs Bandaríkjanna (National Trade Council), Peter Navarro, sem í síðustu viku sakaði, í viðtali við Financial Times, Þjóðverja um „gengisfölsun“. Navarro sakaði Þjóðverja um að nota „allt of lágt skráða“ evru til að arðræna Bandaríkin og evrópska félaga sína. Ég verð að segja að mér finnst ummæli Navarros algerlega fáránleg og fávísleg. Ég ber litla virðingu fyrir þessari „greiningu“ í anda kaupauðgistefnunnar. Adam Smith kenndi okkur árið 1776 að við ættum ekki að dæma auðlegð þjóðanna eftir stærð afgangs á vöruskiptajöfnuði. Navarro hefur greinilega aldrei lesið Auðlegð þjóðanna eða skilið hugmyndir Davids Ricardo um hlutfallslega yfirburði.Eykur kaupmátt Viðskipti eru ekki jafnvirðisleikur. Viðskipti eru ávinningsleikur þar sem báðir aðilar viðskiptanna hagnast – annars myndu viðskiptin ekki eiga sér stað. Frjáls viðskipti gera okkur öll ríkari. Þar að auki tekur það ekkert frá öðrum þjóðum að vera með of lágt skráð gengi. Raunar þýðir of lágt gengi að maður selur öðrum þjóðum vörur sínar á of lágu verði, sem þýðir að maður er í raun að niðurgreiða fyrir neytendur annarra þjóða. Þannig að ef þýskir bílar eru 20% „of ódýrir“ vegna þess að „þýska evran“ er of lágt skráð þá þýðir það að Bandaríkjamenn geta sparað 20% á bílum með því að flytja þá inn frá Þýskalandi, sem í raun eykur kaupmátt þeirra. Þessi aukni kaupmáttur gerir bandarískum neytendum kleift að kaupa meira af öðrum vörum, til dæmis bandaríska Big Mac-hamborgara eða bækur frá Amazon.Nota evruna Auk þess er frekar furðulegt að tala um að Þjóðverjar „falsi gengið“ þar sem Þýskaland er ekki með sinn eigin gjaldmiðil – Þýskaland er meðlimur í evrusvæðinu. Að tala um að Þýskaland falsi gengið er álíka skilmerkilegt og að segja að Texas falsi gengið. Auk þess er evran fljótandi gjaldmiðill, nákvæmlega eins og bandaríski dollarinn. Þannig að ef Þýskaland falsar gengið þá gera Bandaríkin það líka. Loks má geta þess að hinn þýski Bundesbank og helstu stjórnvöld í Þýskalandi hafa verið mjög gagnrýnin á peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu síðustu tvö árin svo ef eitthvað er þá hafa Þjóðverjar þrýst á sterkari evru! Peter Navarro gæti með réttu gagnrýnt Þjóðverja fyrir það, en það myndi auðvitað ganga þvert gegn „röksemdafærslu“ hans. Rökrétt niðurstaða af hugmyndum Peters Navarro myndi þýða að Bandaríkin ættu að neyða helstu viðskiptalönd sín, Mexíkó, Kína, Evrópu og Kanada, til að taka upp verulega herta peningamálastefnu til að hækka gengi sitt gagnvart dollarnum. Afleiðingin yrði sennilega endurkoma evrukrísunnar og sennilega einnig fjármálakreppa í Kína og samdráttur á alheimsvísu. Vonandi stöðvar einhver þessa vitleysu sem fyrst.Pistillinn birtist fyrst í Markaðanum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun
Donald Trump hefur gert það að sérgrein sinni að úthúða öðrum ríkjum. Reyndar lítur út fyrir að hann ráðist sérstaklega á mikilvægustu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Mexíkó og Kína. Nýjasti fíflaskapurinn frá Trump-stjórninni kemur frá yfirmanni hins nýstofnaða viðskiptaráðs Bandaríkjanna (National Trade Council), Peter Navarro, sem í síðustu viku sakaði, í viðtali við Financial Times, Þjóðverja um „gengisfölsun“. Navarro sakaði Þjóðverja um að nota „allt of lágt skráða“ evru til að arðræna Bandaríkin og evrópska félaga sína. Ég verð að segja að mér finnst ummæli Navarros algerlega fáránleg og fávísleg. Ég ber litla virðingu fyrir þessari „greiningu“ í anda kaupauðgistefnunnar. Adam Smith kenndi okkur árið 1776 að við ættum ekki að dæma auðlegð þjóðanna eftir stærð afgangs á vöruskiptajöfnuði. Navarro hefur greinilega aldrei lesið Auðlegð þjóðanna eða skilið hugmyndir Davids Ricardo um hlutfallslega yfirburði.Eykur kaupmátt Viðskipti eru ekki jafnvirðisleikur. Viðskipti eru ávinningsleikur þar sem báðir aðilar viðskiptanna hagnast – annars myndu viðskiptin ekki eiga sér stað. Frjáls viðskipti gera okkur öll ríkari. Þar að auki tekur það ekkert frá öðrum þjóðum að vera með of lágt skráð gengi. Raunar þýðir of lágt gengi að maður selur öðrum þjóðum vörur sínar á of lágu verði, sem þýðir að maður er í raun að niðurgreiða fyrir neytendur annarra þjóða. Þannig að ef þýskir bílar eru 20% „of ódýrir“ vegna þess að „þýska evran“ er of lágt skráð þá þýðir það að Bandaríkjamenn geta sparað 20% á bílum með því að flytja þá inn frá Þýskalandi, sem í raun eykur kaupmátt þeirra. Þessi aukni kaupmáttur gerir bandarískum neytendum kleift að kaupa meira af öðrum vörum, til dæmis bandaríska Big Mac-hamborgara eða bækur frá Amazon.Nota evruna Auk þess er frekar furðulegt að tala um að Þjóðverjar „falsi gengið“ þar sem Þýskaland er ekki með sinn eigin gjaldmiðil – Þýskaland er meðlimur í evrusvæðinu. Að tala um að Þýskaland falsi gengið er álíka skilmerkilegt og að segja að Texas falsi gengið. Auk þess er evran fljótandi gjaldmiðill, nákvæmlega eins og bandaríski dollarinn. Þannig að ef Þýskaland falsar gengið þá gera Bandaríkin það líka. Loks má geta þess að hinn þýski Bundesbank og helstu stjórnvöld í Þýskalandi hafa verið mjög gagnrýnin á peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu síðustu tvö árin svo ef eitthvað er þá hafa Þjóðverjar þrýst á sterkari evru! Peter Navarro gæti með réttu gagnrýnt Þjóðverja fyrir það, en það myndi auðvitað ganga þvert gegn „röksemdafærslu“ hans. Rökrétt niðurstaða af hugmyndum Peters Navarro myndi þýða að Bandaríkin ættu að neyða helstu viðskiptalönd sín, Mexíkó, Kína, Evrópu og Kanada, til að taka upp verulega herta peningamálastefnu til að hækka gengi sitt gagnvart dollarnum. Afleiðingin yrði sennilega endurkoma evrukrísunnar og sennilega einnig fjármálakreppa í Kína og samdráttur á alheimsvísu. Vonandi stöðvar einhver þessa vitleysu sem fyrst.Pistillinn birtist fyrst í Markaðanum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.