Blikarnir halda áfram að koma á óvart | Öll úrslit kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 21:05 Ivory Crawford var stigahæst hjá Keflavík. vísir/eyþór Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira